Brugðið vegna auðkennisþjófnaðar: „Það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 12:21 Myndir af Snærós Sindradóttur og fjölskyldu hennar hafa verið notaðar af fölskum aðgangi, án hennar leyfis. Facebook Myndir af fjölmiðlakonunni Snærós Sindradóttur hafa verið notaðar á fölskum Facebook-aðgangi í tæpt ár. Myndirnar eru af Snærós sjálfri ásamt börnum hennar og eiginmanni. Hún segist hafa verið í sjokki þegar hún frétti af þessu. Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira