Demarchelier myndaði á ferli sínum mikinn fjölda frægðarmenna, þeirra á meðal Díönu prinsessu, Beyoncé, Madonnu og Jennifer Lopez.
BBC segir frá því að Díana prinsessa hafi lýst Demarchelier sem „draumi“, en hann tók meðal annars myndirnar af prinsessunni sem birtust í desemberhefti tískutímaritsins Vogue árið 1991.

Demarchelier vann jafnframt fyrir fjölda tískufataframleiðanda á borð við Dior, Chanel, Yves Saint Laurent, Tommy Hilfiger og Carolina Herrera.
Greint var frá andlátinu á Instagram-síðu Demarchelier.