Tölvuþrjótar taka yfir Twitter-aðgang Bjartrar framtíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 16:08 Svona lítur Twitter-aðgangur Bjartrar framtíðar út í dag. Tölvuþrjótar virðast hafa stolið aðgangnum og gjörbreytt honum. Twitter Tölvuþrjótar virðast hafa tekið yfir Twitter-aðgang stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar. Búið er að breyta notendanafninu, forsíðumyndinni og nú birtast einungis færslur um einstök stafræn skírteini eða NFT. Fyrrverandi formaður flokksins kemur af fjöllum. NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni. Samfélagsmiðlar Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira