Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 1-2 | Blikakonur Lengjubikarmeistarar Sverrir Mar Smárason skrifar 1. apríl 2022 22:09 Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir og Telma Ívarsdóttir fagna sigri í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í fótbolta fór fram í Garðabæ í kvöld. Heimastúlkur í Stjörnunni tóku þá á móti Breiðablik í leik sem var hin mesta skemmtun. Breiðablik stóð uppi sem Lengjubikarmeistari kvenna árið 2022 eftir 1-2 sigur. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og það var Stjarnan sem átti fyrsta færið. Jasmín Erla Ingadóttir fékk þá góða sendingu inn fyrir vörn Blika, keyrði inn í teiginn og vippaði boltanum á fjær stöngina. Þar mætti Gyða Kristín Gunnarsdóttir, tók niður boltann og reyndi skot en Telma Ívarsdóttir í marki Blika varði vel. Á 8. mínútu skoraði Breiðablik fyrsta mark leiksins. Helena Ósk, sóknarmaður Blika, tók þá hornspyrnu sem Stjörnustúlkur hreinsuðu frá og aftur til Helenu sem setti boltann aftur inn í teiginn. Boltinn hafði viðkomu í Clöru Sigurðardóttir, leikmanni Blika, áður en hann barst til Hildar Antonsdóttur fyrir opnu marki. Hildur skoraði auðveldlega og kom Blikum í 1-0. Einungis tíu mínútum síðar jafnaði Stjarnan. Betsy Doon Hassett sendi þá góða sendingu inn fyrir vörn Blika á Jasmín Erlu. Jasmín lék vel á Karítas Tómasdóttur og lagði boltann fram hjá Telmu í markinu. Staðan orðin 1-1 og aðeins 18 mínútur liðnar af leiknum. Það leið ekki langur tími áður en staðan var orðin 1-2 og Blikastúlkur komnar aftur yfir. Aftur skoruðu þær í kjölfar hornspyrnu. Helena Ósk sendi boltann inn í teiginn og Karítas Tómasdóttir vann fyrsta skallaboltann. Eftir vandræði hjá Stjörnustúlkum inni í eigin teig mætti Taylor Marie Ziemer og potaði boltanum yfir línuna. Staðan 1-2 fyrir Blikum í hálfleik. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og var töluvert daufari en sá fyrri. Lítið var um ákjósanleg marktækifæri og liðunum gekk illa að sækja að marki andstæðingsins. Stjörnustúlkur gerðu þó atlögu að marki Blika undir lok leiksins en allt kom fyrir ekki. Leiknum lauk með 1-2 sigri Breiðabliks og Blikastúlkur því sigurvegarar Lengjubikars kvenna árið 2022. Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2022.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikastúlkur skoruðu úr einu færum sínum í kvöld. Í bæði skiptin nýttu þær sér klaufagang í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnur. Hvorugt liðið var afgerandi og það er í raun bara þetta sem skilur að. Hverjar voru bestar? Í fyrri hálfleik var Jasmín Erla Ingadóttir best. Hún var sífellt að ógna inn fyrir, koma sér í færi og að leggja upp fyrir samherja sína. Heilt yfir voru Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni, og Hildur Antonsdóttir, Breiðablik, bestar. Þær stýrðu sínum liðum allan leikinn og lokuðu því sem þurfti að loka. Hvað hefði mátt betur fara? Það sem gefur auga leið er að Stjarnan hefði þurft meiri einbeitingu í föstum leikatriðum. Tvö alltof auðveld mörk fengin á sig gegn liði eins og Blikum boðar ekki gott. Ég reiknaði sömuleiðis með betra spili og fleiri færum frá Blikastúlkum en þær voru alls ekki eins sannfærandi í kvöld og þær hafa oft verið. Hvað gerist næst? Blikastúlkur vonandi fagna sigrinum vel í kvöld. Svo fara liðin væntanlega að einbeita sér að Bestu deildinni sem hefst 26. apríl. Ásmundur Arnarsson var léttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Ási Arnars: Já honum má finnast það sem hann vill Breiðablik varð í kvöld Lengjubikarmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2022 eftir góðan sigur á Stjörnunni í Garðarbæ, 2-1. lokum. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega ánægður með leik síns liðs í kvöld og með sigurinn í mótinu eftir jafnan leik. „Þetta var hörku leikur, þetta var stál í stál. Þetta var jafnt og sem betur fer féll þetta okkar megin. Mér fannst við kannski vera heldur sterkari og sköpuðum aðeins meira. Það var mjótt á mununum og hörku leikur,“ sagði Ási. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, talaði sömuleiðis um að sitt lið hafi skapað fleiri færi og spilað betri leik. Þegar blaðamaður tjáði Ása það hafði hann þetta að segja. „Já honum má finnast það sem hann vill. En svona sé ég þetta.“ Ási segir að þrátt fyrir að Blika liðið hafi aðeins skorað í kjölfar hornspyrna og lítið skapað sér annars þá sé liðið ekkert endilega að leggja upp með því og sömuleiðis að lítið hafi komið sér á óvart í leik Stjörnunnar. „Nei [kom lítið á óvart], þær voru kannski svipaðar og við sáum þær um síðustu helgi. Þær eru með öflugan hóp, eru vel skipulagðar og eru með klóka leikmenn. Þær eru alltaf hættulegar þegar þær vinna boltann og geta breikað á okkur og það er bara svipað og við áttum von á,“ sagði Ási og hélt svo áfram. „Ef við tökum þennan Lengjubikar svona heilt yfir þá hafa mikið af mörkum komið eftir horn eða í framhaldi af hornum svo við höfum verið öflug þar. Það er dýrmætt og það nýttist okkur í dag. Á meðan að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn þá er það allavega ekki áhyggjuatriði. Þetta er bara undirbúningsmót, það er mikið eftir af undirbúningi fram að móti og þetta gefur bara sjálfstraust í framhaldið,“ sagði Ási. Miklar breytingar hafa orðið á hópi kvennaliðs Breiðabliks í vetur og telur Ási það mögulegt að meira verði bætt í áður en Besta deildin hefst 26. apríl. „Það eru miklar breytingar hjá okkur og búið að vera pínu rót á liðinu. Þetta mót gefur okkur það að við höfum haldið þokkalegum stöðugleika og unnið alla leikina. Það mikill karakter í hópnum sem eru góð fyrirheit fyrir sumarið. Það gæti alveg verið að við bætum við. Það vantar aðeins inn í hópinn okkar eins og staðan er. Það eru nokkrar á meiðslalistanum , Anna Petryk er ekki komin með leikheimild og jafnvel eitthvað fleira svo það á bara eftir að koma í ljós,“ sagði Ási að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og það var Stjarnan sem átti fyrsta færið. Jasmín Erla Ingadóttir fékk þá góða sendingu inn fyrir vörn Blika, keyrði inn í teiginn og vippaði boltanum á fjær stöngina. Þar mætti Gyða Kristín Gunnarsdóttir, tók niður boltann og reyndi skot en Telma Ívarsdóttir í marki Blika varði vel. Á 8. mínútu skoraði Breiðablik fyrsta mark leiksins. Helena Ósk, sóknarmaður Blika, tók þá hornspyrnu sem Stjörnustúlkur hreinsuðu frá og aftur til Helenu sem setti boltann aftur inn í teiginn. Boltinn hafði viðkomu í Clöru Sigurðardóttir, leikmanni Blika, áður en hann barst til Hildar Antonsdóttur fyrir opnu marki. Hildur skoraði auðveldlega og kom Blikum í 1-0. Einungis tíu mínútum síðar jafnaði Stjarnan. Betsy Doon Hassett sendi þá góða sendingu inn fyrir vörn Blika á Jasmín Erlu. Jasmín lék vel á Karítas Tómasdóttur og lagði boltann fram hjá Telmu í markinu. Staðan orðin 1-1 og aðeins 18 mínútur liðnar af leiknum. Það leið ekki langur tími áður en staðan var orðin 1-2 og Blikastúlkur komnar aftur yfir. Aftur skoruðu þær í kjölfar hornspyrnu. Helena Ósk sendi boltann inn í teiginn og Karítas Tómasdóttir vann fyrsta skallaboltann. Eftir vandræði hjá Stjörnustúlkum inni í eigin teig mætti Taylor Marie Ziemer og potaði boltanum yfir línuna. Staðan 1-2 fyrir Blikum í hálfleik. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og var töluvert daufari en sá fyrri. Lítið var um ákjósanleg marktækifæri og liðunum gekk illa að sækja að marki andstæðingsins. Stjörnustúlkur gerðu þó atlögu að marki Blika undir lok leiksins en allt kom fyrir ekki. Leiknum lauk með 1-2 sigri Breiðabliks og Blikastúlkur því sigurvegarar Lengjubikars kvenna árið 2022. Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2022.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikastúlkur skoruðu úr einu færum sínum í kvöld. Í bæði skiptin nýttu þær sér klaufagang í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnur. Hvorugt liðið var afgerandi og það er í raun bara þetta sem skilur að. Hverjar voru bestar? Í fyrri hálfleik var Jasmín Erla Ingadóttir best. Hún var sífellt að ógna inn fyrir, koma sér í færi og að leggja upp fyrir samherja sína. Heilt yfir voru Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni, og Hildur Antonsdóttir, Breiðablik, bestar. Þær stýrðu sínum liðum allan leikinn og lokuðu því sem þurfti að loka. Hvað hefði mátt betur fara? Það sem gefur auga leið er að Stjarnan hefði þurft meiri einbeitingu í föstum leikatriðum. Tvö alltof auðveld mörk fengin á sig gegn liði eins og Blikum boðar ekki gott. Ég reiknaði sömuleiðis með betra spili og fleiri færum frá Blikastúlkum en þær voru alls ekki eins sannfærandi í kvöld og þær hafa oft verið. Hvað gerist næst? Blikastúlkur vonandi fagna sigrinum vel í kvöld. Svo fara liðin væntanlega að einbeita sér að Bestu deildinni sem hefst 26. apríl. Ásmundur Arnarsson var léttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Ási Arnars: Já honum má finnast það sem hann vill Breiðablik varð í kvöld Lengjubikarmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2022 eftir góðan sigur á Stjörnunni í Garðarbæ, 2-1. lokum. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega ánægður með leik síns liðs í kvöld og með sigurinn í mótinu eftir jafnan leik. „Þetta var hörku leikur, þetta var stál í stál. Þetta var jafnt og sem betur fer féll þetta okkar megin. Mér fannst við kannski vera heldur sterkari og sköpuðum aðeins meira. Það var mjótt á mununum og hörku leikur,“ sagði Ási. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, talaði sömuleiðis um að sitt lið hafi skapað fleiri færi og spilað betri leik. Þegar blaðamaður tjáði Ása það hafði hann þetta að segja. „Já honum má finnast það sem hann vill. En svona sé ég þetta.“ Ási segir að þrátt fyrir að Blika liðið hafi aðeins skorað í kjölfar hornspyrna og lítið skapað sér annars þá sé liðið ekkert endilega að leggja upp með því og sömuleiðis að lítið hafi komið sér á óvart í leik Stjörnunnar. „Nei [kom lítið á óvart], þær voru kannski svipaðar og við sáum þær um síðustu helgi. Þær eru með öflugan hóp, eru vel skipulagðar og eru með klóka leikmenn. Þær eru alltaf hættulegar þegar þær vinna boltann og geta breikað á okkur og það er bara svipað og við áttum von á,“ sagði Ási og hélt svo áfram. „Ef við tökum þennan Lengjubikar svona heilt yfir þá hafa mikið af mörkum komið eftir horn eða í framhaldi af hornum svo við höfum verið öflug þar. Það er dýrmætt og það nýttist okkur í dag. Á meðan að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn þá er það allavega ekki áhyggjuatriði. Þetta er bara undirbúningsmót, það er mikið eftir af undirbúningi fram að móti og þetta gefur bara sjálfstraust í framhaldið,“ sagði Ási. Miklar breytingar hafa orðið á hópi kvennaliðs Breiðabliks í vetur og telur Ási það mögulegt að meira verði bætt í áður en Besta deildin hefst 26. apríl. „Það eru miklar breytingar hjá okkur og búið að vera pínu rót á liðinu. Þetta mót gefur okkur það að við höfum haldið þokkalegum stöðugleika og unnið alla leikina. Það mikill karakter í hópnum sem eru góð fyrirheit fyrir sumarið. Það gæti alveg verið að við bætum við. Það vantar aðeins inn í hópinn okkar eins og staðan er. Það eru nokkrar á meiðslalistanum , Anna Petryk er ekki komin með leikheimild og jafnvel eitthvað fleira svo það á bara eftir að koma í ljós,“ sagði Ási að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira