Hver fékk bankann okkar gefins? Drífa Snædal skrifar 1. apríl 2022 22:30 Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Stéttarfélög Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun