Þá heyrum við í forsætisráðherra um vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en fram kom í gær að hún hygðist una nýlegum dómi í bótamáli tveggja barna Sævars Ciesielski. Erla Bolladóttir hefur farið fram á endurupptöku í sínu máli.
Daglega er brotið á mannréttindum fólks á geðdeildum, að sögn Geðhjálpar. Fólki sé jafnvel meinað að fá sér kaffi og ferskt loft. Við ræðum við framkvæmdastjóra Geðhjálpar.
Þá kíkjum við til Hveragerðis en sjálfboðaliðar rista nú sex þúsund fermetra dúk Hamarshallarinnar í ræmur eftir að hún fauk í óveðri í febrúar.