Óskar hafði betur í Íslendingaslag | Davíð og félagar hófu tímabilið á tapi
Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óskar Sverrisson er leikmaður Varbergs.mynd/Varbergs BoIS
Óskar Sverrisson og félagar hans í Varbergs unnu 1-0 útisigur gegn Ara Frey Skúlasyni og félögum hans í Norrköping í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Á sama tíma þurftu Davíð Kristján Ólafsson og félagar hans í Kalmar að sætta sig við 1-0 tap gegn Malmö.
Óskar og Ari byrjuðu báðir þegar Varbergs heimsótti Norrköping. Óskar í vinstri vængbakverði hjá Varbergs, en Ari úti á vinstri kanti hjá Norrköping.
Eina mark leiksins skoraði Alexander Johansson eftir rúmlega klukkutíma leik og niðurstaðan varð því 1-0 útisigur Varbergs.
Þá Lék Davíð Kristján Ólafsson allan leikinn í vinstri bakverði fyrir Kalmar er liðið tapaði 1-0 gegn Malmö á heimavelli.