Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 12:31 Lilja vill skipta listamannalaunum upp í þrjá aldurshópa. vísir/vilhelm Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar. Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar.
Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira