Áhyggjur meðal starfsmanna eftir ráðningu Leifs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2022 07:00 Leifur Garðarsson sagði upp sem skólastjóri Áslandsskóla í fyrra. Áslandsskóli.is Starfsfólki Stapaskóla í Reykjanesbæ var tilkynnt fyrir helgi að búið væri að ráða Leif Sigfinn Garðarsson sem nýjan deildarstjóra á unglingasviði skólans. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, segir í samtali við Vísi að ráðningin hafi vakið áhyggjur meðal starfsmanna. Leifur starfaði sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2002 til ársins 2021 þegar hann sagði upp störfum. Uppsögnin barst í byrjun aprílmánaðar en hann hafði þá verið í ótímabundnu veikindaleyfi í tvo mánuði. Leifi var vikið úr starfi sem körfuboltadómari hjá KKÍ í febrúar 2020. Lítið fór fyrir fjarveru Leifs í körfuboltanum þar sem keppni lá að stórum hluta niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í febrúar 2021 var upplýst að KKÍ hefði tjáð honum að hans kraftar hefðu verið afþakkaðir. Formaður KKÍ sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Um var að ræða skilaboð til leikmanns í efstu deild kvenna en Leifur dæmdi reglulega leiki í deildinni. Kunnugt um áhyggjur starfsmanna Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir sex árum hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi Leifs. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Skólastjóri Stapaskóla segist meðvituð um áhyggjur í nærsamfélaginu í Njarðvík. „Okkur er kunnugt um áhyggjur starfsmanna sem og foreldrasamfélagsins og erum að skoða þær, hlusta og skoða hvað við getum gert. Við erum stjórnvald og það tekur tíma fyrir okkur að skoða allar leiðir og aðstæður,“ segir Gróa í samtali við Vísi. Hæfastur umsækjanda Leifur var einn af þremur umsækjendum og var hann metinn hæfastur þeirra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamningi við hann. Gróa vildi hvorki tjá sig um hvort Leifur hafi fengið meðmæli frá fyrrum samstarfsfólki sínu í Áslandsskóla né hvort stjórnendum Stapaskóla hafi verið kunnugt um ástæður þess að Leifur lauk störfum sem skólastjóri Áslandsskóla. Skóla - og menntamál Reykjanesbær MeToo Grunnskólar Tengdar fréttir Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Leifur starfaði sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2002 til ársins 2021 þegar hann sagði upp störfum. Uppsögnin barst í byrjun aprílmánaðar en hann hafði þá verið í ótímabundnu veikindaleyfi í tvo mánuði. Leifi var vikið úr starfi sem körfuboltadómari hjá KKÍ í febrúar 2020. Lítið fór fyrir fjarveru Leifs í körfuboltanum þar sem keppni lá að stórum hluta niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í febrúar 2021 var upplýst að KKÍ hefði tjáð honum að hans kraftar hefðu verið afþakkaðir. Formaður KKÍ sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Um var að ræða skilaboð til leikmanns í efstu deild kvenna en Leifur dæmdi reglulega leiki í deildinni. Kunnugt um áhyggjur starfsmanna Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir sex árum hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi Leifs. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Skólastjóri Stapaskóla segist meðvituð um áhyggjur í nærsamfélaginu í Njarðvík. „Okkur er kunnugt um áhyggjur starfsmanna sem og foreldrasamfélagsins og erum að skoða þær, hlusta og skoða hvað við getum gert. Við erum stjórnvald og það tekur tíma fyrir okkur að skoða allar leiðir og aðstæður,“ segir Gróa í samtali við Vísi. Hæfastur umsækjanda Leifur var einn af þremur umsækjendum og var hann metinn hæfastur þeirra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamningi við hann. Gróa vildi hvorki tjá sig um hvort Leifur hafi fengið meðmæli frá fyrrum samstarfsfólki sínu í Áslandsskóla né hvort stjórnendum Stapaskóla hafi verið kunnugt um ástæður þess að Leifur lauk störfum sem skólastjóri Áslandsskóla.
Skóla - og menntamál Reykjanesbær MeToo Grunnskólar Tengdar fréttir Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04
Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26