Guardiola kaldhæðinn í svörum: „Elska að ofhugsa hlutina og búa til heimskulega taktík“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 07:00 Pep Guardiola var í stuði á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Atlético Madrid. getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var kaldhæðinn í svörum er hann var spurður út í ákvarðanir hans í stórum leikjum í Meistaradeild Evrópu. Guardiola vann Meistaradeildina í tvígang á fyrstu þremur árum sínum við stjórnvölinn hjá Barcelona en hefur ekki unnið hana síðan 2011. Spánverjinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir taktískar ákvarðanir sínar í stóru leikjum í Meistaradeildinni, eins og til dæmis í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem hann notaði ekki varnarsinnaðan miðjumann. City mætir Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins var Guardiola spurður út í taktískar ákvarðanir hans. „Í Meistaradeildinni ofhugsa ég alltaf. Ég ofhugsa of mikið. Algjörlega. Það er þess vegna sem ég næ góðum árangri. Ég elska að ofhugsa og búa til heimskulega taktík. Í kvöld mun ég finna eitthvað upp og spila með tólf leikmenn,“ sagði Guardiola. Hann varði leikstíl Atlético sem hefur fengið það orð á sig að spila leiðinlegan fótbolta undir stjórn Diegos Simeone. „Það eru ranghugmyndir um hvernig Simeone spilar. Hann er sóknarsinnaðri en fólk heldur. Þeir vilja ekki taka áhættu þegar boltinn er á okkar vallarhelmingi. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að spila á sérstökum augnablikum,“ sagði Guardiola. „Ég ætla ekki að fara út í heimskulegar rökræður. Allir reyna að vinna. Ef þeir vinna hefur Simeone rétt fyrir sér. Ef við vinnum hef ég rétt fyrir mér.“ Leikur City og Atlético hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Guardiola vann Meistaradeildina í tvígang á fyrstu þremur árum sínum við stjórnvölinn hjá Barcelona en hefur ekki unnið hana síðan 2011. Spánverjinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir taktískar ákvarðanir sínar í stóru leikjum í Meistaradeildinni, eins og til dæmis í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem hann notaði ekki varnarsinnaðan miðjumann. City mætir Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins var Guardiola spurður út í taktískar ákvarðanir hans. „Í Meistaradeildinni ofhugsa ég alltaf. Ég ofhugsa of mikið. Algjörlega. Það er þess vegna sem ég næ góðum árangri. Ég elska að ofhugsa og búa til heimskulega taktík. Í kvöld mun ég finna eitthvað upp og spila með tólf leikmenn,“ sagði Guardiola. Hann varði leikstíl Atlético sem hefur fengið það orð á sig að spila leiðinlegan fótbolta undir stjórn Diegos Simeone. „Það eru ranghugmyndir um hvernig Simeone spilar. Hann er sóknarsinnaðri en fólk heldur. Þeir vilja ekki taka áhættu þegar boltinn er á okkar vallarhelmingi. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að spila á sérstökum augnablikum,“ sagði Guardiola. „Ég ætla ekki að fara út í heimskulegar rökræður. Allir reyna að vinna. Ef þeir vinna hefur Simeone rétt fyrir sér. Ef við vinnum hef ég rétt fyrir mér.“ Leikur City og Atlético hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira