Benedikt lánaður í félagið sem hann sagðist aldrei ætla að spila fyrir Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2022 17:01 Jón Þór Hauksson og Benedikt Warén handsala samninginn um að Benedikt leiki með ÍA í sumar. kfia.is Benedikt Warén hefur ákveðið að endurnýja kynnin við þjálfarann Jón Þór Hauksson og leika með ÍA í Bestu deildinni í sumar, sem lánsmaður frá Breiðabliki. Skagamenn greindu frá þessu í dag. Benedikt leikur þar með á ný fyrir Jón Þór eftir að hafa spilað undir hans stjórn hjá Vestra sem lánsmaður í Lengjudeildinni í fyrra, þar sem hann skoraði fjögur mörk í tólf leikjum. Benedikt er tvítugur miðju- og kantmaður og hefur leikið fjóra leiki í efstu deild fyrir Breiðablik. Hann skrifaði nýverið undir samning við Blika sem gildir til loka árs 2024. Eftir að koma Benedikts á Skagann var boðuð leið ekki langur tími þar til að búið var að benda á það á Twitter að fyrir tveimur árum hefði Benedikt fullyrt að hann myndi aldrei spila með ÍA. Það gerði hann í liðnum „Hin hliðin“ á Fótbolta.net, þar sem húmorinn er reyndar yfirleitt ekki langt undan. það er enginn of nettur til að spila fyrir Skagamenn #fotboltinet pic.twitter.com/B5TkitxxYd— Hilmar (@hilmarhalldorss) April 4, 2022 Á sama stað kom fram að sætasti sigur sem Benedikt hefði þá upplifað, 18 ára gamall, hefði verið sigur gegn ÍA í framlengdum bikarúrslitaleik 2. flokks árið 2019. Skagamenn hafa látið nokkuð til sín taka á félagaskiptamarkaðnum. Þeir höfðu áður endurheimt miðvörðinn efnilega Oliver Stefánsson frá Norrköping, fengið erlent þríeyki frá Val skipað þeim Christian Köhler, Johannes Vall og Kaj Leo i Bartalsstovu, og miðvörðinn Aron Bjarka Jósepsson frá KR. Besta deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira
Skagamenn greindu frá þessu í dag. Benedikt leikur þar með á ný fyrir Jón Þór eftir að hafa spilað undir hans stjórn hjá Vestra sem lánsmaður í Lengjudeildinni í fyrra, þar sem hann skoraði fjögur mörk í tólf leikjum. Benedikt er tvítugur miðju- og kantmaður og hefur leikið fjóra leiki í efstu deild fyrir Breiðablik. Hann skrifaði nýverið undir samning við Blika sem gildir til loka árs 2024. Eftir að koma Benedikts á Skagann var boðuð leið ekki langur tími þar til að búið var að benda á það á Twitter að fyrir tveimur árum hefði Benedikt fullyrt að hann myndi aldrei spila með ÍA. Það gerði hann í liðnum „Hin hliðin“ á Fótbolta.net, þar sem húmorinn er reyndar yfirleitt ekki langt undan. það er enginn of nettur til að spila fyrir Skagamenn #fotboltinet pic.twitter.com/B5TkitxxYd— Hilmar (@hilmarhalldorss) April 4, 2022 Á sama stað kom fram að sætasti sigur sem Benedikt hefði þá upplifað, 18 ára gamall, hefði verið sigur gegn ÍA í framlengdum bikarúrslitaleik 2. flokks árið 2019. Skagamenn hafa látið nokkuð til sín taka á félagaskiptamarkaðnum. Þeir höfðu áður endurheimt miðvörðinn efnilega Oliver Stefánsson frá Norrköping, fengið erlent þríeyki frá Val skipað þeim Christian Köhler, Johannes Vall og Kaj Leo i Bartalsstovu, og miðvörðinn Aron Bjarka Jósepsson frá KR.
Besta deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira