Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:52 Lauren Handy fyrir utan heimilið sitt í Washington. Skjáskot Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof. Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof.
Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira