Jón Páll krafði Víkinga um 26 milljónir en þarf sjálfur að borga Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 08:00 Jón Páll Pálmason brosti í kampinn er hann var kynntur sem þjálfari Víkings Ólafsvík. Víkingur Ólafsvík Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þjálfarans Jóns Páls Pálmasonar sem krafði félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira
Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira