„Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Rætt er við aðstandendur í kvikmyndinni Út úr myrkrinu. Út úr myrkrinu Þann 20. apríl verður frumsýnd í Bíó Paradís kvikmyndin Út úr myrkrinu eftir Helga Felixson og Titti Johnson. Tónlistin í myndinni er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér neðar í fréttinni. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvíg. Frá því að gerð þessarar myndar hófst árið 2017 hafa að minnsta kosti 211 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi á Íslandi samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar. Þessi kvikmynd miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin, sem tekið hefur eigið líf og hvernig þeir hafa komist út úr myrkri og þöggun. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um efni sem hingað til hefur verið umlukið dulúð og þrúgandi þögn. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hundruð tilrauna á ári „Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir í gegnum aldirnar. Það skýrist eflaust af þeirri staðreynd að litið var á sjálfsvíg sem glæp, samanber tungutakið þar sem sumir tala um að „fremja sjálfsmorð“ en sögnin að fremja vísar í glæpsamlegt athæfi eins og það sama á við orðið morð. Fyrr á öldum var hægt að gera eigur þeirra sem tóku eigið líf upptækar og greftrun þeirra í kirkjugörðum var bönnuð og Ísland var þar engin undantekning,“ segir í tilkynningunni. Frá ljósagöngunni sem er farin árlega hér á landi.Út úr myrkrinu „Talið er að 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar á Íslandi árlega og að á milli 30 til 50 manns deyja á ári vegna sjálfsvígs. Hvað er að, hvað veldur? Það er greinilega eitthvað verulega mikið að í samfélagi sem sættir sig við þessa staðreynd.“ Helgi Felixson og Titti Johnson hafa langan feril að baki í kvikmyndagerð og hafa áður gert myndir eins og Guð blessi Ísland, Vive la France og Undir stjörnuhimni sem allar hafa verið sýndar víða um heim, hlotið mikla athygli og verið sýndar á sjónvarpsstöðvum og á fjölda kvikmyndahátíða. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvíg. Frá því að gerð þessarar myndar hófst árið 2017 hafa að minnsta kosti 211 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi á Íslandi samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar. Þessi kvikmynd miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin, sem tekið hefur eigið líf og hvernig þeir hafa komist út úr myrkri og þöggun. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um efni sem hingað til hefur verið umlukið dulúð og þrúgandi þögn. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hundruð tilrauna á ári „Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir í gegnum aldirnar. Það skýrist eflaust af þeirri staðreynd að litið var á sjálfsvíg sem glæp, samanber tungutakið þar sem sumir tala um að „fremja sjálfsmorð“ en sögnin að fremja vísar í glæpsamlegt athæfi eins og það sama á við orðið morð. Fyrr á öldum var hægt að gera eigur þeirra sem tóku eigið líf upptækar og greftrun þeirra í kirkjugörðum var bönnuð og Ísland var þar engin undantekning,“ segir í tilkynningunni. Frá ljósagöngunni sem er farin árlega hér á landi.Út úr myrkrinu „Talið er að 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar á Íslandi árlega og að á milli 30 til 50 manns deyja á ári vegna sjálfsvígs. Hvað er að, hvað veldur? Það er greinilega eitthvað verulega mikið að í samfélagi sem sættir sig við þessa staðreynd.“ Helgi Felixson og Titti Johnson hafa langan feril að baki í kvikmyndagerð og hafa áður gert myndir eins og Guð blessi Ísland, Vive la France og Undir stjörnuhimni sem allar hafa verið sýndar víða um heim, hlotið mikla athygli og verið sýndar á sjónvarpsstöðvum og á fjölda kvikmyndahátíða.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira