Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2022 21:40 SLS-eldflaugin og Orion-geimfar á skotpalli í Flórída. AP/Jel Kowsky/NASA Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). Æfing þessi átti að taka tvo daga. Fyrsta bilunin kom upp á sunnudaginn og svo þegar eldsneytistankar fyrsta stigs SLS voru hálffullir í gær, kom upp bilun og var æfingunni því hætt í bili. Eldsneytinu var dælt aftur úr tönkum eldflaugarinnar. AP fréttaveitan segir að æfingunni verði frestað þar til um helgina, í fyrsta lagi. Sjá einnig: Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Æfingin var fyrir geimskotið sem kallast Artemis-1. Hún hófst á föstudaginn en ítrekað þurfti að stöðva hana tímabundið, þar til ákveðið var í gærkvöldi að hætta við hana. Til stendur að enda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. Artemis-áætlunin sjálf gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Þróun og framleiðsla SLS, sem verður öflugasta eldflaug heimsins, hefur tekið mun lengri tíma en upprunalega stóð til. Fyrst átti að skjóta eldflaug á loft árið 2016. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og Boeing hafa þó frestað því ítrekað í gegnum árin. Einn af yfirmönnum NASA sagði í kvöld að æfingunni yrði ekki haldið áfram fyrr en eftir að SpaceX skýtur fjórum ferðamönnum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á föstudaginn. Tunglið Geimurinn Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Æfing þessi átti að taka tvo daga. Fyrsta bilunin kom upp á sunnudaginn og svo þegar eldsneytistankar fyrsta stigs SLS voru hálffullir í gær, kom upp bilun og var æfingunni því hætt í bili. Eldsneytinu var dælt aftur úr tönkum eldflaugarinnar. AP fréttaveitan segir að æfingunni verði frestað þar til um helgina, í fyrsta lagi. Sjá einnig: Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Æfingin var fyrir geimskotið sem kallast Artemis-1. Hún hófst á föstudaginn en ítrekað þurfti að stöðva hana tímabundið, þar til ákveðið var í gærkvöldi að hætta við hana. Til stendur að enda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. Artemis-áætlunin sjálf gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Þróun og framleiðsla SLS, sem verður öflugasta eldflaug heimsins, hefur tekið mun lengri tíma en upprunalega stóð til. Fyrst átti að skjóta eldflaug á loft árið 2016. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og Boeing hafa þó frestað því ítrekað í gegnum árin. Einn af yfirmönnum NASA sagði í kvöld að æfingunni yrði ekki haldið áfram fyrr en eftir að SpaceX skýtur fjórum ferðamönnum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á föstudaginn.
Tunglið Geimurinn Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28
Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01
Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01