Portúgölsku undrabræðurnir magnaðir gegn Ómari, Gísla og félögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2022 16:00 Hinn sautján ára Francisco „Kiko“ Costa skoraði samtals átján mörk í einvígi Sporting og Magdeburg. heimasíða sporting Nýjar stórstjörnur virðast vera að fæðast í handboltanum. Þetta eru Costa-bræðurnir ungu frá Portúgal, Martim og Francisco. Þeir sýndu snilli sína í leik gegn Magdeburg í Evrópudeildinni í gær. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira