Handbolti

Afturelding áfram án sigurs eftir ferðalag til Vestmannaeyja

Atli Arason skrifar
Sylvía Björt Blöndal, leikmaður Aftureldingar, skoraði flest mörk í kvöld.
Sylvía Björt Blöndal, leikmaður Aftureldingar, skoraði flest mörk í kvöld. Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét

ÍBV vann þriggja marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í kvöld, 31-28.

Afturelding var sennilega að spila sinn besta leik til þessa á tímabilinu en Eyjakonur voru einu númeri of stórar fyrir fyrir gestina en ÍBV leiddi leikinn nánast frá upphafi og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst hjá ÍBV með 9 mörk úr 13 tilraunum. Sylvía Björt Blöndal var hins vegar markahæsti leikmaður vallarins en hún gerði helming allra marka Mosfellinga í leiknum 14 mörk úr 24 skotum.

Sigur ÍBV þýðir að þær fara í 22 stig í fjórða sætinu en Afturelding er aftur sem áður fast við botn deildarinnar en liðið hefur tapað öllum 19 leikjum sínum á tímabilinu.

ÍBV spilar næst við Hauka á Ásvöllum á meðan Afturelding fer í heimsókn til Þór/KA á Akureyri. Báðir leikir verða spilaðir 9. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×