Sjáðu lokasekúndurnar í Eyjum sem Arnar Daði var æfur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 11:16 Arnari Daða Arnarssyni var ekki skemmt eftir leikinn í Eyjum í gær. stöð 2 sport Það sauð á Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu, eftir tapið nauma fyrir ÍBV sem gerði út um vonir Seltirninga á að komast í úrslitakeppnina í Olís-deild karla. Arnar Daði var afar ósáttur við dómara leiksins og vandaði þeim ekki kveðjurnar. Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira