Heilbrigð skynsemi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 21:30 Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Málefni trans fólks Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun