„Það er ekki hægt að fá nóg af þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2022 20:05 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var kampakátur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sigurreifur eftir öruggan tólf marka sigur sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Snorri gat leyft sér að brosa sínu breiðasta, enda tryggði sigurinn liðinu deildarmeistaratitilinn. „Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28