„Það er ekki hægt að fá nóg af þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2022 20:05 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var kampakátur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sigurreifur eftir öruggan tólf marka sigur sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Snorri gat leyft sér að brosa sínu breiðasta, enda tryggði sigurinn liðinu deildarmeistaratitilinn. „Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28