Á fundinum var meðal annars kynnt árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í Bestu deildinni, um það hvernig lokastaðan verður í deildinni í haust. Tímabilið í ár verður lengra en nokkru sinni eða 27 umferðir.
Einnig var frumsýnd auglýsing fyrir Bestu deildina úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem beðið er með eftirvæntingu, og umfjöllun Stöðvar 2 Sport um deildina í sumar kynnt.
Uppfært kl. 12.30: Útsendinguna má sjá hér að neðan.

Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.