Aldrei fleiri sótt um hæli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 12:03 Flóttafólk hefur streymt frá Úkraínu frá því stríðið braust út og hafa margir leitað hingað. Rauði krossinn Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35