Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 21:33 Karim Benzema skoraði markið sem skilaði Real Madrid í undanúrslit. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur. Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira