„Það er ótrúlegt að ætla að fara að reyna að lýsa þessum leik,“ sagði Modric í samtali við BT Sport að leik loknum.
„Við vorum dauðir þangað til við náðum að skora markið. Chelsea-liðið skoraði þrjú mörk og kannski var smá heppni yfir fyrsta markinu. Ég get ekki sagt að við höfum spilað illa. Þeir nýttu bara færin sín vel og skoruðu þessi mörk. En við gáfumst ekki upp og héldum áfram að trúa og berjast og sýndum að lokum risastóran karakter.“
Modric vildi þó ekki eigna leikmönnum allan heiðurinn af sigrinum, heldur hrósaði hann einnig stuðningsmönnum liðsins, sem og þjálfaranum Carlo Anchelotti.
„Leikvangurinn og stuðningsmennirnir hjálpuðu okkur mikið þegar við vorum að tapa 3-0. Þeir héldu áfram að styðja okkur og gáfu okkur trú.“
„Þjálfarinn gerði líka frábærar breytingar. Í þessari keppni skiptir reynsla miklu máli og í dag held ég að hún hafi hjálpað okkur. Fyrir mér er þetta erfiðasta liðið að spila á móti. Þeir eru harðir, og spila fast. Við vissum að þetta yrði erfitt.“
„En að lokum sýndum við mikinn karakter, vilja og samheldni til að snúa þessu við. Þetta var mjög ljúft tap,“ sagði Modric að lokum.