Hjörtur Logi hefur lagt skóna á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 14:00 Hjörtur Logi í leik með FH. Vísir/Hulda Margrét Hjörtur Logi Valgarðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann lék með FH í efstu deild karla í fótbolta síðasta sumar en samningur hans rann út í kjölfarið. Óvíst var hvað hann myndi gera í sumar en hann tók alla vafa af er hann tilkynnti að skórnir væru farnir upp í hillu. Hinn 33 ára gamli Hjörtur Logi hóf og endaði ferill með FH í Hafnafirði. Þá lék hann sem atvinnumaður með Gautaborg og Örebro í Svíþjóð sem og Sogndal í Noregi. Hann lék einnig 10 A-landsleiki á sínum tíma sem og 21 yngri landsleik. Hjörtur Logi var hluti af einkar öflugu FH-liði áður en hann hélt á vit ævintýranna árið 2011 er hann gekk í raðir Gautaborgar. Alls varð hann Íslandsmeistari þrívegis og bikarmeistari tvívegis. „Jæja, þá er þessum kafla lokið. Kannski aðeins fyrr en mig hefði langað til, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Ég lít til baka stoltur og þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem boltinn hefur gefið mér en nú er kominn tími á næsta kafla,“ segir landsliðsmaðurinn fyrrverandi í færslu á Instagram þar sem hann tilkynnir að skórnir séu farnir upp í hillu. View this post on Instagram A post shared by Hjörtur Logi Valgarðsson (@logivalg) Eftir að ganga aftur í raðir FH fyrir sumarið 2018 hefur bakvörðurinn verið að glíma við ýmisleg meiðsli og spilaði hann aðeins sjö af 22 deildarleikjum liðsins síðasta sumar. FH hefur leik í Bestu-deildinni þann 18. apríl er liðið heimsækir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn FH Besta deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Hjörtur Logi hóf og endaði ferill með FH í Hafnafirði. Þá lék hann sem atvinnumaður með Gautaborg og Örebro í Svíþjóð sem og Sogndal í Noregi. Hann lék einnig 10 A-landsleiki á sínum tíma sem og 21 yngri landsleik. Hjörtur Logi var hluti af einkar öflugu FH-liði áður en hann hélt á vit ævintýranna árið 2011 er hann gekk í raðir Gautaborgar. Alls varð hann Íslandsmeistari þrívegis og bikarmeistari tvívegis. „Jæja, þá er þessum kafla lokið. Kannski aðeins fyrr en mig hefði langað til, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Ég lít til baka stoltur og þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem boltinn hefur gefið mér en nú er kominn tími á næsta kafla,“ segir landsliðsmaðurinn fyrrverandi í færslu á Instagram þar sem hann tilkynnir að skórnir séu farnir upp í hillu. View this post on Instagram A post shared by Hjörtur Logi Valgarðsson (@logivalg) Eftir að ganga aftur í raðir FH fyrir sumarið 2018 hefur bakvörðurinn verið að glíma við ýmisleg meiðsli og spilaði hann aðeins sjö af 22 deildarleikjum liðsins síðasta sumar. FH hefur leik í Bestu-deildinni þann 18. apríl er liðið heimsækir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Besta deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira