Stones: þeir reyna stundum eitthvað svona | Þurftu aðstoð lögreglu í leikmannagöngum Atli Arason skrifar 13. apríl 2022 22:57 John Stones í baráttu við Joao Felix í leiknum í kvöld. Getty Images John Stones, leikmaður Manchester City, var umfram allt ánægður að City sé komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir erfitt kvöld í Madríd. „Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
„Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira