34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 18:13 Framkvæmd útboðsins hefur reynst mjög umdeild. Vísir/Vilhelm Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira