Frankfurt henti Börsungum úr leik | West Ham fór örugglega áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 21:10 Leikmenn Frankfurt gátu fagnað vel og innilega þegar liðið sló Barcelona úr leik. Eric Alonso/Getty Images Barcelona er úr leik úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-3 tap gegn Frankfurt á heimavelli í kvöld. Liðið lenti 0-3 undir og tvö mörk í uppbótartíma gátu ekki bjargað þeim. Á sama tíma vann West Ham öruggan 0-3 sigur gegn Lyon. Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira