Stuðningsmenn Frankfurt fyrirferðamiklir á Nývangi | Forseti Barcelona biðst afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 11:28 Stuðningsmenn Frankfurt voru á víð og dreif um Nou Camp sem er afar óvenjulegt. vísir/Getty Barcelona varð ekki aðeins undir innan vallar þegar liðið var slegið úr keppni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna í Þýskalandi í síðustu viku gerðu Þjóðverjarnir sér lítið fyrir og skelltu spænska stórveldinu, 2-3, á Nou Camp í Barcelona í gærkvöldi eftir að hafa komist í 0-3 forystu. Þjóðverjarnir voru furðu vel studdir af stuðningsmönnum sínum og runnu tvær grímur á forráðamenn Barcelona þegar stúkan á þeirra heimavelli tók að fyllast af stuðningsmönnum gestaliðsins. Í ljós kom að tæplega þrjátíu þúsund stuðningsmenn Frankfurt höfðu orðið sér úti um miða á leikinn og voru því ansi áberandi en alls voru seldir 79.468 miðar á leikinn. Um er að ræða algjört klúður í miðasölu spænska félagsins en venjulega fá áhorfendur gestaliðsins aðeins fimm þúsund miða á Evrópuleiki á Nou Camp sem tekur alls 98 þúsund áhorfendur. @JoanLaportaFCB: We're going to take measures ... [what happened at Camp Nou] cannot happen again." pic.twitter.com/7sOhT4b4B5— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 14, 2022 Xavi, stjóri Barcelona, hafði orð á því eftir leik að andrúmsloftið í stúkunni hafi verið honum mikil vonbrigði og Joan Laporta, forseti Barcelona var fljótur að gefa út tilkynningu þess efnis að félagið myndi rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis í miðasölunni. Eins og sjá má hér að ofan var Laporta mikið niðri fyrir vegna málsins og bað stuðningsmenn félagsins afsökunar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna í Þýskalandi í síðustu viku gerðu Þjóðverjarnir sér lítið fyrir og skelltu spænska stórveldinu, 2-3, á Nou Camp í Barcelona í gærkvöldi eftir að hafa komist í 0-3 forystu. Þjóðverjarnir voru furðu vel studdir af stuðningsmönnum sínum og runnu tvær grímur á forráðamenn Barcelona þegar stúkan á þeirra heimavelli tók að fyllast af stuðningsmönnum gestaliðsins. Í ljós kom að tæplega þrjátíu þúsund stuðningsmenn Frankfurt höfðu orðið sér úti um miða á leikinn og voru því ansi áberandi en alls voru seldir 79.468 miðar á leikinn. Um er að ræða algjört klúður í miðasölu spænska félagsins en venjulega fá áhorfendur gestaliðsins aðeins fimm þúsund miða á Evrópuleiki á Nou Camp sem tekur alls 98 þúsund áhorfendur. @JoanLaportaFCB: We're going to take measures ... [what happened at Camp Nou] cannot happen again." pic.twitter.com/7sOhT4b4B5— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 14, 2022 Xavi, stjóri Barcelona, hafði orð á því eftir leik að andrúmsloftið í stúkunni hafi verið honum mikil vonbrigði og Joan Laporta, forseti Barcelona var fljótur að gefa út tilkynningu þess efnis að félagið myndi rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis í miðasölunni. Eins og sjá má hér að ofan var Laporta mikið niðri fyrir vegna málsins og bað stuðningsmenn félagsins afsökunar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira