Fótbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar unnu öruggan sigur í dag.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar unnu öruggan sigur í dag. @FCRosengard

Þrjár íslenskar knattspyrnukonur komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Agla María Albertsdóttir var í byrjunarliði Hacken þegar liðið heimsótti AIK.

Sænska landsliðskonan Filippa Curmark gerði sér lítið fyrir og hlóð í þrennu á fyrstu fimmtíu mínútum leiksins og með því tryggði hún Hacken 0-3 sigur.

Öglu Maríu var skipt af velli eftir klukkutíma leik og skömmu síðar, eða á 68.mínútu kom Diljá Ýr Zomers inn af bekknum og kláraði leikinn fyrir Hacken sem er með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Í Djurgarden var Guðrún Arnardóttir á sínum stað í vörn Rosengard og var þar að heimsækja sitt gamla félag en Rosengard hafði mikla yfirburði og vann að lokum 2-5 sigur. Guðrún lék allan leikinn fyrir Rosengard sem hefur sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×