Feður sem myrða börn sín Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. apríl 2022 15:00 Jordi Mayor, bæjarstjóri Cullera, þar sem Jordi litli bjó með móður sinni, og Monica Oltra, varaforseti héraðsstjórnarinnar í Valencia, við minningarstund um drenginn. ROBER SOLSONA/EUROPA PRESS Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira