Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2022 15:03 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi í pontu á ráðstefnunni á Hótel Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar. Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY
Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira