Tólf slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Suður Karólínu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2022 20:24 Hópur lögreglumanna sést hér utan við verslunarmiðstöðina í kjölfar árásarinnar í kvöld. Vísir/AP Tólf eru slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Columbiana Centre í Suður Karólínu nú í kvöld. Þrír eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira