Barcelona hefur á að skipa einu besta liði Evrópu og voru Dante Exum, Alex Abrines og Nikola Mirotic allir í liðinu í kvöld.
Börsungar tóku frumkvæðið í leiknum snemma og leiddu allt þar til í fjórða og síðasta leikhlutanum þegar Zaragoza tók öll völd á vellinum. Fór að lokum svo að Zaragoza vann fimm stiga sigur, 76-71 eftir æsispennandi lokakafla.
Tryggvi Snær spilaði rúmar sextán mínútur; skoraði ellefu stig og reif niður fjögur fráköst.
Kærkominn sigur fyrir Zaragoza sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan Barcelona trónir á toppnum.
¡Estadísticas FINALES del @CasademontZGZ @FCBbasket!
— SuperManager ACB (@SuperManagerACB) April 16, 2022
2 5 Álex Abrines
2 1 Frankie Ferrari
2 1 Christian Mekowulu
1 5 Tryggvi Hlinason
1 4 Nikola Mirotic #SuperManagerACB#LigaEndesa pic.twitter.com/MX8yERU1GW