Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. apríl 2022 10:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra þegar tilkynnt var um endurnýjað stjórnarsamstarf síðasta haust. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra séu sammála um ákveðin atriði í í tengslum við nýafstaðið útboð og sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. „Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf,“ segir í yfirlýsingunni en ríkisstjórnin hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulagi á útboðinu. Segir í yfirlýsingunni að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Er vísað til þess að Ríkisendurskoðun hafi þegar hafið úttekt á sölunni en í yfirlýsingunni segir jafnframt að komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir muni ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Endurskoða þurfi lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag í tengslum við eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Vilja leggja áherslu á ríkari aðkomu Alþingis „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er.“ Þar kemur jafn framt að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. „Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum,“ segir í yfirlýsingunni. Traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins. „Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra séu sammála um ákveðin atriði í í tengslum við nýafstaðið útboð og sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. „Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf,“ segir í yfirlýsingunni en ríkisstjórnin hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulagi á útboðinu. Segir í yfirlýsingunni að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Er vísað til þess að Ríkisendurskoðun hafi þegar hafið úttekt á sölunni en í yfirlýsingunni segir jafnframt að komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir muni ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Endurskoða þurfi lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag í tengslum við eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Vilja leggja áherslu á ríkari aðkomu Alþingis „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er.“ Þar kemur jafn framt að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. „Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum,“ segir í yfirlýsingunni. Traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins. „Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu.
Yfirlýsingin í heild sinni: Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um eftirfarandi atriði í tengslum við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars. Við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er gerð rík krafa um gagnsæi, jafnræði og ítarlega upplýsingagjöf til almennings. Ljóst er að framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf. Þá hafa komið upp spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem fór fram sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa almenning um. Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið úttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans hafið rannsókn á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis. Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkisins á hlut sínum í Landsbankanum. Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins. Almenningur á skýra og óumdeilda kröfu um að allar upplýsingar séu uppi á borðum um slík áform, markmið þeirra og áhrif. Hlutafjárútboð Íslandsbanka og skráning á markað í fyrra skilaði markmiðum stjórnvalda, svo sem eins og dreifðu eignarhaldi og fjölbreytni í eigendahópnum. Þá hefur mikil aukning á verðmæti fjármálafyrirtækja í ríkiseigu undanfarið ár styrkt stöðu ríkissjóðs til að gera enn betur og fjárfesta til framtíðar. Ríkisstjórnin hefur haft það leiðarljós að ávinningur af eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og sölu þeirra sé nýttur í þágu almennings. Meðal annars með því að nýta hann með beinum hætti til uppbyggingar innviða í almannaþágu eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs til að veita mikilvæga þjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira