Seinasti vetur hefur reynst Landsvirkjun ansi erfiður en í desember þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni vegna lélegs vatnafars.
Eftir mikla úrkomu í vetur er nægur snjór á hálendinu sem vorsólin og rigning hafa skilað aftur í lónin að hluta til.
Horfur um fyllingu miðlunarlóna er góð en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust.