Fótbolti

Hlín hafði betur gegn Hallberu

Atli Arason skrifar
Hlín Eiríksdóttir (næstlengst til hægri) á æfingu með Piteå.
Hlín Eiríksdóttir (næstlengst til hægri) á æfingu með Piteå. Instagram/@Piteadam

Fimm leikjum er nú nýlokið í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Allar íslensku stelpurnar voru í byrjunarliði sinna liða og Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið í uppgjöri Íslendingaliðanna.

Hlín byrjaði inn á hjá Piteå og skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 76. mínútu leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Hallberu Gísladóttur og stöllum í Kalmar. Hlín fór af leikvelli á tveimur mínútum eftir sigurmarkið en Hallbera spilaði allan leikinn í vinstri bakverði hjá Kalmar.

Berglind Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro og spilaði allan leikinn í miðverði í 2-0 sigri liðsins á Umea. Guðrún Arnardóttir, leikmaður Rosengård spilaði einnig allan leikinn í miðverðinum í 2-1 sigri liðsins gegn AIK.

Rosengård er efst Íslendingaliðanna í öðru sæti deildarinnar með 10 stig. Örebro kemur þar á eftir í þriðja sæti með níu stig. Piteå er í því fimmta með sjö stig á meðan Kalmar er með 3 stig í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×