Club Brugge notar QR-kóða gegn kynþáttafordómum Atli Arason skrifar 21. apríl 2022 10:00 Jan Breydel leikvangurinn rúmar alls 29.062 áhorfendur. Getty Images Belgíska félagsliðið Club Brugge ætlar að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Félagið hefur prentað út rúmlega 24.000 QR-kóða sem verða límdir aftan á sæti á heimavelli félagsins, Jan Breydel vellinum. „Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou. Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
„Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou.
Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira