Ísaki fannst hann of feitur og sýndi muninn Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 08:30 Ísak Snær Þorvaldsson átti sinn þátt í að halda ÍA uppi í efstu deild í fyrra og koma liðinu í bikarúrslitaleikinn. vísir/daníel Ísak Snær Þorvaldsson var ein stærsta hetja 1. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik með Breiðabliki. Hann sýndi muninn á líkamlegu atgervi sínu á milli ára. Ísak var valinn leikmaður 1. umferðar í Stúkunni á Stöð 2 Sport en hann skoraði tvö fyrstu mörk Blika í 4-1 sigrinum gegn Keflavík á þriðjudagskvöld. Þetta var fyrsti deildarleikur Ísaks fyrir Breiðablik en hann kom til félagsins frá ÍA í vetur. Í gær sýndi Ísak svo myndir af sér frá því í fyrsta deildarleik í fyrra, með ÍA, og í leiknum á þriðjudag og virtist hlátur í hug yfir muninum á sér. Fyrsti í pepsi 21 vs fyrsti í bestu 22 pic.twitter.com/KdTBJ32uCM— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) April 21, 2022 Ísak er tvítugur og var á mála hjá Norwich í Englandi áður en hann kom til Breiðabliks í vetur. Hann var lánaður til ÍA sumarið 2020 og áfram í fyrra. Ísak tjáði sig í vetur um það að hann hefði einfaldlega ekki verið í góðu formi við upphaf síðustu leiktíðar. Hann átti hins vegar sinn þátt í að halda ÍA í efstu deild og var svo fenginn til Breiðabliks sem bauð honum þriggja ára samning. „Þegar ég samdi upp á Skaga sumarið 2020 þá var ég fyrst og fremst að hugsa um það að spila fótbolta og koma mér í leikform. Þegar tímabilið 2021 hófst þá var ég bara of feitur svo við segjum það bara eins og það er,“ sagði Ísak í viðtali við Morgunblaðið í janúar og bætti við: „Ég var þungur á mér en ég tók ekki eftir því sjálfur. Ég reif mig loksins í gang þegar fólk fór að nefna þetta sérstaklega við mig og ég missti einhver fjögur kíló á tveimur vikum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Ísak var valinn leikmaður 1. umferðar í Stúkunni á Stöð 2 Sport en hann skoraði tvö fyrstu mörk Blika í 4-1 sigrinum gegn Keflavík á þriðjudagskvöld. Þetta var fyrsti deildarleikur Ísaks fyrir Breiðablik en hann kom til félagsins frá ÍA í vetur. Í gær sýndi Ísak svo myndir af sér frá því í fyrsta deildarleik í fyrra, með ÍA, og í leiknum á þriðjudag og virtist hlátur í hug yfir muninum á sér. Fyrsti í pepsi 21 vs fyrsti í bestu 22 pic.twitter.com/KdTBJ32uCM— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) April 21, 2022 Ísak er tvítugur og var á mála hjá Norwich í Englandi áður en hann kom til Breiðabliks í vetur. Hann var lánaður til ÍA sumarið 2020 og áfram í fyrra. Ísak tjáði sig í vetur um það að hann hefði einfaldlega ekki verið í góðu formi við upphaf síðustu leiktíðar. Hann átti hins vegar sinn þátt í að halda ÍA í efstu deild og var svo fenginn til Breiðabliks sem bauð honum þriggja ára samning. „Þegar ég samdi upp á Skaga sumarið 2020 þá var ég fyrst og fremst að hugsa um það að spila fótbolta og koma mér í leikform. Þegar tímabilið 2021 hófst þá var ég bara of feitur svo við segjum það bara eins og það er,“ sagði Ísak í viðtali við Morgunblaðið í janúar og bætti við: „Ég var þungur á mér en ég tók ekki eftir því sjálfur. Ég reif mig loksins í gang þegar fólk fór að nefna þetta sérstaklega við mig og ég missti einhver fjögur kíló á tveimur vikum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira