Ísaki fannst hann of feitur og sýndi muninn Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 08:30 Ísak Snær Þorvaldsson átti sinn þátt í að halda ÍA uppi í efstu deild í fyrra og koma liðinu í bikarúrslitaleikinn. vísir/daníel Ísak Snær Þorvaldsson var ein stærsta hetja 1. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik með Breiðabliki. Hann sýndi muninn á líkamlegu atgervi sínu á milli ára. Ísak var valinn leikmaður 1. umferðar í Stúkunni á Stöð 2 Sport en hann skoraði tvö fyrstu mörk Blika í 4-1 sigrinum gegn Keflavík á þriðjudagskvöld. Þetta var fyrsti deildarleikur Ísaks fyrir Breiðablik en hann kom til félagsins frá ÍA í vetur. Í gær sýndi Ísak svo myndir af sér frá því í fyrsta deildarleik í fyrra, með ÍA, og í leiknum á þriðjudag og virtist hlátur í hug yfir muninum á sér. Fyrsti í pepsi 21 vs fyrsti í bestu 22 pic.twitter.com/KdTBJ32uCM— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) April 21, 2022 Ísak er tvítugur og var á mála hjá Norwich í Englandi áður en hann kom til Breiðabliks í vetur. Hann var lánaður til ÍA sumarið 2020 og áfram í fyrra. Ísak tjáði sig í vetur um það að hann hefði einfaldlega ekki verið í góðu formi við upphaf síðustu leiktíðar. Hann átti hins vegar sinn þátt í að halda ÍA í efstu deild og var svo fenginn til Breiðabliks sem bauð honum þriggja ára samning. „Þegar ég samdi upp á Skaga sumarið 2020 þá var ég fyrst og fremst að hugsa um það að spila fótbolta og koma mér í leikform. Þegar tímabilið 2021 hófst þá var ég bara of feitur svo við segjum það bara eins og það er,“ sagði Ísak í viðtali við Morgunblaðið í janúar og bætti við: „Ég var þungur á mér en ég tók ekki eftir því sjálfur. Ég reif mig loksins í gang þegar fólk fór að nefna þetta sérstaklega við mig og ég missti einhver fjögur kíló á tveimur vikum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira
Ísak var valinn leikmaður 1. umferðar í Stúkunni á Stöð 2 Sport en hann skoraði tvö fyrstu mörk Blika í 4-1 sigrinum gegn Keflavík á þriðjudagskvöld. Þetta var fyrsti deildarleikur Ísaks fyrir Breiðablik en hann kom til félagsins frá ÍA í vetur. Í gær sýndi Ísak svo myndir af sér frá því í fyrsta deildarleik í fyrra, með ÍA, og í leiknum á þriðjudag og virtist hlátur í hug yfir muninum á sér. Fyrsti í pepsi 21 vs fyrsti í bestu 22 pic.twitter.com/KdTBJ32uCM— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) April 21, 2022 Ísak er tvítugur og var á mála hjá Norwich í Englandi áður en hann kom til Breiðabliks í vetur. Hann var lánaður til ÍA sumarið 2020 og áfram í fyrra. Ísak tjáði sig í vetur um það að hann hefði einfaldlega ekki verið í góðu formi við upphaf síðustu leiktíðar. Hann átti hins vegar sinn þátt í að halda ÍA í efstu deild og var svo fenginn til Breiðabliks sem bauð honum þriggja ára samning. „Þegar ég samdi upp á Skaga sumarið 2020 þá var ég fyrst og fremst að hugsa um það að spila fótbolta og koma mér í leikform. Þegar tímabilið 2021 hófst þá var ég bara of feitur svo við segjum það bara eins og það er,“ sagði Ísak í viðtali við Morgunblaðið í janúar og bætti við: „Ég var þungur á mér en ég tók ekki eftir því sjálfur. Ég reif mig loksins í gang þegar fólk fór að nefna þetta sérstaklega við mig og ég missti einhver fjögur kíló á tveimur vikum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hófst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira