Dómari féll á píptesti Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 13:24 Dómarar þurfa að vera í góðu formi til að dæma leiki hjá bestu handboltamönnum heims. Getty/Sanjin Strukic Einn besti handknattleiksdómari Danmerkur mun ekki dæma aftur leik fyrr en í fyrsta lagi eftir sumarfrí, eftir að hafa fallið á hlaupaprófi. Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið. Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið.
Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira