Dómari féll á píptesti Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 13:24 Dómarar þurfa að vera í góðu formi til að dæma leiki hjá bestu handboltamönnum heims. Getty/Sanjin Strukic Einn besti handknattleiksdómari Danmerkur mun ekki dæma aftur leik fyrr en í fyrsta lagi eftir sumarfrí, eftir að hafa fallið á hlaupaprófi. Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið. Danski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið.
Danski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira