Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar á slaginu 12.

Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. 

Við fjöllum um stöðuna á Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12 og ræðum við forsætisráðherra um stöðu flóttamannamála hér á landi.

Þá fjöllum við um leit björgunarsveita og lögreglu að konu sem saknað hefur verið síðan á miðvikudag. 

Við tökum einnig fyrir umfangsmiklar aðgerðir við Þingvallavatn í gær þar sem flugvélinni TF-ABB, sem brotlenti á vatninu í febrúar, var komið á land. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins. 

Þá heyrum við í framkvæmdastjóra rafhlaupahjólaleigunnar Hopps, sem segir aðgerðir lögreglu í garð fyrirtækisins í Færeyjum farsakenndar. Fimmtíu Hoppskútur voru fjarlægðar af götum Þórshafnar á fimmtudag, í annað sinn. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×