Í gær tilkynnti félagið um að það hefði náð samningum við þá Luka Vukicevic og Marko Coric sem koma til Framara frá austurríska úrvalsdeildarliðinu Bregenz.
Vukicevic er tvítugur Svartfellingur sem hefur leikið fyrir A-landslið Svartfjallalands en hann leikur stöðu hægri skyttu.
Coric er 25 ára gamall Króati sem hefur leikið með yngri landsliðum Króata en hann er stór og stæðilegur línumaður.
Framarar mæta Val í 8-liða úrslitum Olís deildarinnar í dag.