Burt með spillingaröflin Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 24. apríl 2022 18:01 „Ef við slítum sundur lögin, þá slítum við og í sundur friðinn“ sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á ögurstundu í lífi þjóðarinnar árið 1000. Árið 2008 var friður rofinn íslensku samfélagi. Þá afhjúpaðist okkur sniðganga við lög, græðgi og spilling ofan á fullkomna vanrækslu og vanhæfi íslenskra stjórnvalda. Stór hluti almennings sökk í skuldafen og fólk missti eigur sínar vegna misyndisverka fjárglæframanna og vanhæfra stjórnmálamanna. Ekkert getur lýst því siðferðilega og fjárhagslega þroti og siðrofinu sem þá reið yfir þjóðina. Við hétum okkur því að aldrei aftur skyldu fjárglæframenn og spillingaröfl komast til valda í íslensku samfélagi. Lærum af þessu! sögðum við. Í fjórtán ár var reynt að læra og endurreisa efnahag, siðferði og traust á stjórnvöldum, en hvað svo? Svo vöknum við upp við dag einn fyrir skemmstu, að sömu öflin og steyptu hér öllu í kaldakol hafa hreiðrað um sig aftur, eins og svínin í sögunni um Dýrabæ eftir George Orwell. Í skjóli einnar nætur var hlutur okkar í Íslandsbanka seldur, í lokuðu ferli og á stórafslætti til útvalinna einkavina, aðstandenda og innherja. Seldur föður fjármálaráðherrans, föðurbróður hans og frænda. Jafnvel söluaðilarnir sjálfir keyptu þessa almenningseign á undirverði, seldu eiginkonum, systkinum, vinum og vandamönnum allt frá einni milljón og upp í hundruð milljóna. Hrunverjarnir sem steyptu bönkunum með óráðsíu og fjárglæfrum 2008, fengu líka sinn skerf. Þeir runnu eins og hákarlar á blóð, Exista, Fons, Samherjamenn – alræmdir fyrir mútu og spillingarmál – og rifu til sín bita í trausti þess að ekkert myndi vitnast. Þeir héldu að bankaleynd og lokað ferli myndi skýla þeim; að stjórnmálamennirnir sem þeir hafa í vasanum myndu skýla þeim. Þessir sem hirða ekki um hag almennings heldur koma fram við þjóðina eins og blóðmerar – búpening sem beisla má og sjúga úr blóðið á meðan skepnan stendur uppi. Ef við rjúfum lögin þá rjúfum við friðinn! Og nú hafa lög verið rofin – ekki bara lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, heldur líka lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum og lög um opinber fjármál. Lög sem kveða á um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og gæslu samkeppnissjónarmiða. Engin af þeim skilyrðum voru virt við bankasöluna og heldur ekki áformin sem veifað var með tali um langtímafjárfesta, kjölfestufjárfesta, fagfjárfesta og erlenda fjárfesta. Allt var það blekking og hálfsannleikur, og eins Klettafjallaskáldið sagði: „Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi“ Á einni nóttu var milljarðagróði afhentur útvöldum einkavinum á kostnað almennings, og engum í bankasýslu eða ríkisstjórn virðist hafa hugkvæmst að frysta framhaldsviðskiptin með eignarhlutinn þegar farið var að innleysa gróðann. Hvað þá að taka ábyrgð. Takið eftir því að nú er ekki talað um að láta stjórn eða starfslið bankasýslunnar svara fyri gjörðir sínar! Nei, nú á að leggja stofnunina niður. Bankasýslan var alltaf þyrnir í augum hrunaflanna því að sú stofnun ætti, ef hún væri skipuð hæfu fólki, að gegna lykilhlutverki í að forða því sem gerðist í Íslandsbankasölunni. Sú varðstaða brást eins og allir vita. Og þá skal stofnunin lögð niður – væntanlega með vænum starfslokasamningum til þeirra sem sáu um söluna – og enginn svarar fyrir gjörðir sínar. Bjarni Benediktsson ætlar ekki heldur að axla sína ábyrgð, og nú er spurningin hvort hann muni komast upp með það? Ætlum við, almenningur í þessu landi, að láta hann komast upp með það? Það er ráðherra sem skrifar með eigin hendi undir alla sölusamningana í Íslandsbankasölunni. Hans er ábyrgðin. Hafi ráðherrann ekki skilið eigin gjörðir þá er hann vanhæfur og á að axla pólitíska ábyrgð. Hafi hann vitað hvað hann var að gera, þá er hann brotamaður. Í öllu falli á hann að sæta ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð vegna ákvæða í 2., 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Til að bíta höfuðið af skömminni segir Bjarni Benediktsson að vel hafi til tekist með söluna. Það tókst já, að maka krókinn hjá Hrunverjunum á kostnað almennings, eins og var kannski alltaf ætlunin – því hverjir eiga Sjálfstæðisflokkinn? Það tókst að hygla pabbanum, frændanum, flokksfélögum, Exista, Samherja, Fons og öllum hinum í hverra skjóli Bjarni Benediktsson situr við völd. Þjóðin þolir ekki meir. Við getum ekki látið ekki koma fram við okkur eins og blóðmerastóð. Megum aldrei líða einkavinavæðingu, spillingu og græðgi! Við eigum heimtingu á heilbrigðum leikreglum, jafnræði, sanngirni og ábyrgð. Við viljum siðað samfélag þar sem almannahagsmunir eru virtir og viðurkenndir. Katrín Jakobsdóttir, friðurinn er úti! Riftu Íslandsbankasölunni! Burt með Bjarna Benediktsson! Burt með spillingaröflin! Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Ef við slítum sundur lögin, þá slítum við og í sundur friðinn“ sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á ögurstundu í lífi þjóðarinnar árið 1000. Árið 2008 var friður rofinn íslensku samfélagi. Þá afhjúpaðist okkur sniðganga við lög, græðgi og spilling ofan á fullkomna vanrækslu og vanhæfi íslenskra stjórnvalda. Stór hluti almennings sökk í skuldafen og fólk missti eigur sínar vegna misyndisverka fjárglæframanna og vanhæfra stjórnmálamanna. Ekkert getur lýst því siðferðilega og fjárhagslega þroti og siðrofinu sem þá reið yfir þjóðina. Við hétum okkur því að aldrei aftur skyldu fjárglæframenn og spillingaröfl komast til valda í íslensku samfélagi. Lærum af þessu! sögðum við. Í fjórtán ár var reynt að læra og endurreisa efnahag, siðferði og traust á stjórnvöldum, en hvað svo? Svo vöknum við upp við dag einn fyrir skemmstu, að sömu öflin og steyptu hér öllu í kaldakol hafa hreiðrað um sig aftur, eins og svínin í sögunni um Dýrabæ eftir George Orwell. Í skjóli einnar nætur var hlutur okkar í Íslandsbanka seldur, í lokuðu ferli og á stórafslætti til útvalinna einkavina, aðstandenda og innherja. Seldur föður fjármálaráðherrans, föðurbróður hans og frænda. Jafnvel söluaðilarnir sjálfir keyptu þessa almenningseign á undirverði, seldu eiginkonum, systkinum, vinum og vandamönnum allt frá einni milljón og upp í hundruð milljóna. Hrunverjarnir sem steyptu bönkunum með óráðsíu og fjárglæfrum 2008, fengu líka sinn skerf. Þeir runnu eins og hákarlar á blóð, Exista, Fons, Samherjamenn – alræmdir fyrir mútu og spillingarmál – og rifu til sín bita í trausti þess að ekkert myndi vitnast. Þeir héldu að bankaleynd og lokað ferli myndi skýla þeim; að stjórnmálamennirnir sem þeir hafa í vasanum myndu skýla þeim. Þessir sem hirða ekki um hag almennings heldur koma fram við þjóðina eins og blóðmerar – búpening sem beisla má og sjúga úr blóðið á meðan skepnan stendur uppi. Ef við rjúfum lögin þá rjúfum við friðinn! Og nú hafa lög verið rofin – ekki bara lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, heldur líka lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum og lög um opinber fjármál. Lög sem kveða á um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og gæslu samkeppnissjónarmiða. Engin af þeim skilyrðum voru virt við bankasöluna og heldur ekki áformin sem veifað var með tali um langtímafjárfesta, kjölfestufjárfesta, fagfjárfesta og erlenda fjárfesta. Allt var það blekking og hálfsannleikur, og eins Klettafjallaskáldið sagði: „Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi“ Á einni nóttu var milljarðagróði afhentur útvöldum einkavinum á kostnað almennings, og engum í bankasýslu eða ríkisstjórn virðist hafa hugkvæmst að frysta framhaldsviðskiptin með eignarhlutinn þegar farið var að innleysa gróðann. Hvað þá að taka ábyrgð. Takið eftir því að nú er ekki talað um að láta stjórn eða starfslið bankasýslunnar svara fyri gjörðir sínar! Nei, nú á að leggja stofnunina niður. Bankasýslan var alltaf þyrnir í augum hrunaflanna því að sú stofnun ætti, ef hún væri skipuð hæfu fólki, að gegna lykilhlutverki í að forða því sem gerðist í Íslandsbankasölunni. Sú varðstaða brást eins og allir vita. Og þá skal stofnunin lögð niður – væntanlega með vænum starfslokasamningum til þeirra sem sáu um söluna – og enginn svarar fyrir gjörðir sínar. Bjarni Benediktsson ætlar ekki heldur að axla sína ábyrgð, og nú er spurningin hvort hann muni komast upp með það? Ætlum við, almenningur í þessu landi, að láta hann komast upp með það? Það er ráðherra sem skrifar með eigin hendi undir alla sölusamningana í Íslandsbankasölunni. Hans er ábyrgðin. Hafi ráðherrann ekki skilið eigin gjörðir þá er hann vanhæfur og á að axla pólitíska ábyrgð. Hafi hann vitað hvað hann var að gera, þá er hann brotamaður. Í öllu falli á hann að sæta ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð vegna ákvæða í 2., 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Til að bíta höfuðið af skömminni segir Bjarni Benediktsson að vel hafi til tekist með söluna. Það tókst já, að maka krókinn hjá Hrunverjunum á kostnað almennings, eins og var kannski alltaf ætlunin – því hverjir eiga Sjálfstæðisflokkinn? Það tókst að hygla pabbanum, frændanum, flokksfélögum, Exista, Samherja, Fons og öllum hinum í hverra skjóli Bjarni Benediktsson situr við völd. Þjóðin þolir ekki meir. Við getum ekki látið ekki koma fram við okkur eins og blóðmerastóð. Megum aldrei líða einkavinavæðingu, spillingu og græðgi! Við eigum heimtingu á heilbrigðum leikreglum, jafnræði, sanngirni og ábyrgð. Við viljum siðað samfélag þar sem almannahagsmunir eru virtir og viðurkenndir. Katrín Jakobsdóttir, friðurinn er úti! Riftu Íslandsbankasölunni! Burt með Bjarna Benediktsson! Burt með spillingaröflin! Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar