FH-ingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni frá atvikinu með Gísla í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 13:01 FH-ingar eru með bakið upp við vegginn á Selfossi í kvöld. Vísir/Vilhelm FH-ingar berjast fyrir lífi sínu á Selfossi í kvöld þar sem þeir gætu endað í sumarfríi tapi þeir á moti Selfyssingum. FH tapaði fyrsta leiknum á heimavelli og því lengist enn bið félagsins eftir sigurleik í úrslitakeppni. FH-ingar fögnuðu síðast sigri í úrslitakeppni 15. maí 2018 og síðan er því liðin næstum því fjögur ár. FH jafnaði þá úrslitaeinvígið á móti ÍBV með 28-25 sigri í Kaplakrika. Síðan þá hefur FH spilað sjö leiki í röð án þess að fagna sigri. Næsti leikur var afdrifaríkur því í honum meiddist Gísli Þorgeir Kristjánsson illa, fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl. Þessi axlarmeiðsli eru meiðsli sem landsliðsmaðurinn glímdi við í langan tíma á eftir. ÍBV vann tvo síðustu leiki einvígisins með samtals fimmtán mörkum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Eyjamenn hafa síðan slegið FH-inga út úr síðustu tveimur úrslitakeppnum og það sem meira er að FH vann ekki einn leik í þessum einvígum. ÍBV vann báða leikina í einvíginu 2019 og í fyrra gerðu liðin jafntefli í báðum leikjum en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikur Selfoss og FH hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19.00 á sömu stöð og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp af Seinni bylgju mönnum. Síðustu leikir FH í úrslitakeppni 2022 1 marks tap á móti Selfossi (27-28) í átta liða úrslitum 2021 Jafntefli á móti ÍBV (33-33) í leik tvö í átta liða úrslitum Jafntefli á móti ÍBV (31-31) í leik eitt í átta liða úrslitum 2019 8 marka tap á móti ÍBV (28-36) í leik tvö í átta liða úrslitum 5 marka tap á móti ÍBV (22-38) í leik eitt í átta liða úrslitum 2018 8 marka tap á móti ÍBV (20-28) í leik fjögur í lokaúrslitum 7 marka tap á móti ÍBV (22-29) í leik þrjú í lokaúrslitum 3 marka sigur á ÍBV (28-25) í leik tvö í lokaúrslitum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH UMF Selfoss Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Sjá meira
FH tapaði fyrsta leiknum á heimavelli og því lengist enn bið félagsins eftir sigurleik í úrslitakeppni. FH-ingar fögnuðu síðast sigri í úrslitakeppni 15. maí 2018 og síðan er því liðin næstum því fjögur ár. FH jafnaði þá úrslitaeinvígið á móti ÍBV með 28-25 sigri í Kaplakrika. Síðan þá hefur FH spilað sjö leiki í röð án þess að fagna sigri. Næsti leikur var afdrifaríkur því í honum meiddist Gísli Þorgeir Kristjánsson illa, fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl. Þessi axlarmeiðsli eru meiðsli sem landsliðsmaðurinn glímdi við í langan tíma á eftir. ÍBV vann tvo síðustu leiki einvígisins með samtals fimmtán mörkum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Eyjamenn hafa síðan slegið FH-inga út úr síðustu tveimur úrslitakeppnum og það sem meira er að FH vann ekki einn leik í þessum einvígum. ÍBV vann báða leikina í einvíginu 2019 og í fyrra gerðu liðin jafntefli í báðum leikjum en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikur Selfoss og FH hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19.00 á sömu stöð og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp af Seinni bylgju mönnum. Síðustu leikir FH í úrslitakeppni 2022 1 marks tap á móti Selfossi (27-28) í átta liða úrslitum 2021 Jafntefli á móti ÍBV (33-33) í leik tvö í átta liða úrslitum Jafntefli á móti ÍBV (31-31) í leik eitt í átta liða úrslitum 2019 8 marka tap á móti ÍBV (28-36) í leik tvö í átta liða úrslitum 5 marka tap á móti ÍBV (22-38) í leik eitt í átta liða úrslitum 2018 8 marka tap á móti ÍBV (20-28) í leik fjögur í lokaúrslitum 7 marka tap á móti ÍBV (22-29) í leik þrjú í lokaúrslitum 3 marka sigur á ÍBV (28-25) í leik tvö í lokaúrslitum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Síðustu leikir FH í úrslitakeppni 2022 1 marks tap á móti Selfossi (27-28) í átta liða úrslitum 2021 Jafntefli á móti ÍBV (33-33) í leik tvö í átta liða úrslitum Jafntefli á móti ÍBV (31-31) í leik eitt í átta liða úrslitum 2019 8 marka tap á móti ÍBV (28-36) í leik tvö í átta liða úrslitum 5 marka tap á móti ÍBV (22-38) í leik eitt í átta liða úrslitum 2018 8 marka tap á móti ÍBV (20-28) í leik fjögur í lokaúrslitum 7 marka tap á móti ÍBV (22-29) í leik þrjú í lokaúrslitum 3 marka sigur á ÍBV (28-25) í leik tvö í lokaúrslitum
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH UMF Selfoss Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Sjá meira