Áfram menning og listir á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 12:00 Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Menning Samfylkingin Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun