Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Breiðablik 0-1 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Sverrir Mar Smárason skrifar 25. apríl 2022 19:55 Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-1 eftir tvískiptan leik þar sem KR hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik en Blikar í þeim síðari. Finnur Tómas (t.v.) fékk gott færi í fyrri hálfleik. Hér horfir hann á Ísak Snæ og Kennie Chopart í baráttunni.Vísir/Vilhelm Breiðablik mættu til leiks með töluvert auðveldari nálgun en oft áður. Þeir einbeittu sér að varnarleiknum og auðvelduðu sóknaruppbyggingu liðsins. Það gekk þó ekki alltof vel því í fyrri hálfleik voru það KR-ingar sem fengu betri og fleiri færi. Atli Sigurjónsson og Kristinn Jónsson fengu tvö fyrstu færi leiksins á sjöundu og elleftu mínútu leiksins. eftir tuttugu mínútna leik fékk Finnur Tómas Pálmason eitt besta færi leiksins. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu og eftir smá dans í teignum datt boltinn fyrir Finn Tómas sem stóð á markteigslínu en hitti ekki á markið. Kristinn Steindórsson fékk besta færi Blika í fyrri hálfleik á 25. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssyni en Kristni tókst ekki að hitta á rammann. Kristinn trúir ekki eigin augum.Vísir/Vilhelm Sjö mínútum síðar fengu KR-ingar þrjú dauðafæri á einu bretti. Theodór Elmar sendi Sigurð Bjart Hallson inn fyrir vörn Blika og Sigurður einn gegn Antoni Ara, markmanni Blika. Anton Ari varði vel frá Sigurði en boltinn datt til Atla Sigurjónssonar sem reyndi skot sem fór í varnarmann. Svo datt boltinn til Stefáns Ljubicic inni í markteig Blika en aftur náði Anton Ari að verja. Pálmi Rafn, fyrirliði KR, átti svo rétt undir lok fyrri hálfleiks góðan skalla að marki eftir hornspyrnu Kennie Chopart en aftur varði Anton Ari. Hálfleikstölur 0-0 og KR-ingar líklega mjög súrir að hafa ekki náð inn marki. Anton Ari Einarsson vann fyrir kaupinu sínu í dag.Vísir/Vilhelm Breiðablik kom töluvert sterkara út í síðari hálfleikinn og þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af hálfleiknum voru Blikar komnir yfir. KR-inga töldu að brotið hafi verið á Kennie Chopart á miðjum velli en Davíð Ingvarsson setti boltann strax inn fyrir á Ísak Snæ sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Jason Daði þakkaði fyrir sig og kom boltanum í netið. Frábærlega framkvæmd skyndisókn og Blikar komnir yfir á Meistaravöllum. Það var Breiðablik sem stýrði leiknum að mestu í síðari hálfleik fram að síðustu 10 mínútum leiksins og KR-ingar höfðu fá svör við þeirra leik. Undir lokin þrýsti KR-liðið Blikum neðar á völlinn og reyndu að senda langar sendingar fram á stóru mennina sína en aftur hélt varnarleikur Breiðabliks sem fór að lokum með sigur af hólmi og mikilvæg þrjú stig aftur í Kópavoginn í kvöld. Af hverju vann Breiðablik? Varnarleikur Breiðabliks í bland við frábæra frammistöðu Antons Ara í markinu skóp þennan sigur. Þeir nýttu sitt besta færi og héldu markinu hreinu. Mjög fagmannleg frammistaða og sýnir mögulega nýtt vopn sem Blikarnir geta boðið uppá, að þurfa ekki endilega að skapa sér fleiri færi og vera miklu betri aðilinn til þess að vinna. Hverjir voru bestir? Anton Ari er maður leiksins að mínu mati. Átti nokkrar mjög góðar vörslur í fyrri hálfleik og skarst vel inn í leikinn þegar á þurfti að halda. Öruggur í dag. Pálmi Rafn átti góðan leik inni á miðju KR. Lokaði mörgu og sá til þess að Blikar náðu ekki að gera það sem þeir vilja inni á miðsvæðinu. Hvað mætti betur fara? KR-ingar þurfa að klára færin sín. Kjartan Henrý gæti lagað það í næsta leik þegar hann kemur úr leikbanni. Hvað gerist næst? Bæði liðin eiga risa leiki í næstu umferð. KR-ingar fara á Origo völlinn á Hlíðarenda og mæta Valsmönnum n.k. laugardag kl. 19:15. Breiðablik fær FH í heimsókn til sín í Kópavog sunnudaginn 1.maí kl. 19:15. Ég er ósáttur með markið sem þeir skora Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, fannst sitt lið hafa verið töluvert betri aðilinn í kvöld og var mjög svekktur að hafa ekki fengið neitt stig út úr leiknum. „Já [mjög svekktir], það vara bara eitt lið á vellinum í dag. Við vorum miklu betri, áttum að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik og klára þennan leik þá en þegar þú nýtir ekki færin þín þá endar þetta oft svona. Þeir skoruðu þetta eina mark, svo lágu þeir bara í vörn og beittu skyndisóknum. Við bara náðum ekki að spila nægilega vel út úr því og þeir voru þéttir til baka. Þetta var mikið um langa bolta og við sköpuðum ekkert mikið í seinni,“ sagði Rúnar. KR-ingar voru ósáttir að ekki hafi verið dæmd aukaspyrna í aðdraganda sigurmarks Breiðabliks. „Ég er ósáttur með markið sem þeir skora. Mjög ósáttur við það. Ég held að þetta hafi verið hugsanlegt brot hérna rétt áður sem ég var pirraður yfir en svo sem ekki mitt að dæma hérna svona stutt frá og ég ætla að vona að dómararnir hafi rétt fyrir sér. Það er enginn sem sparkar í boltann heldur er sparkað í löppina á honum finnst mér og mér finnst við eigum að fá dæmt brot þar,“ sagði Rúnar Kristinsson. Við breyttum ekkert voðalega miklu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður í leikslok.Vísir/Vilhelm Höskuldur var ánægður með sigurinn í leikslok og fannst leikurinn hafa verið mjög jafn. „Mér fannst þetta bara vera nokkuð stál í stál. Bæði lið fá færi eftir föst leikatriði, við fáum góða sénsa í skyndisóknum í fyrri hálfleik sérstaklega. Kristinn Steindórs og Ísak Snær á D-boga og mér fannst þetta bara vera þannig.“ „Svo bjargar Anton okkur frábærlega eftir föst leikatriði. Þeir eru öflugir í því annars fyrir utan það fannst mér þeir ekkert komast neitt mikið nálægt markinu okkar og svo loka þeir vel á okkur,“ sagði fyrirliðinn. Blikar komu töluvert sterkari út í síðari hálfleik „Við breyttum ekkert voðalega miklu, bara að setja aðeins fyrr pressu á þá með kantana okkur og ekki gefa miðjunni þeirra svona mikinn tíma. Annars fannst mér þetta bara vera svipaðir hálfleikar,“ sagði Höskuldur. Myndir KR-ingar sköpuðu sér fjölmörg færi í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Oliver Sigurjónsson og Sigurður Bjartur Hallsson berjast um boltann.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn og Grétar Snær.Vísir/Vilhelm Gísli Eyjólfsson brýtur á Kristni Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jason Daði liggur viðskipti sín við KR-inga. Grétar Snær skilur ekkert hvað er í gangi.Vísir/Vilhelm Það var hart barist í kvöld.Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika.Vísir/Vilhelm Höskuldur og Rúnar.Vísir/Vilhelm Kristinn Steindórsson á ferð og flugi.Vísir/Vilhelm Davíð Ingvarsson á ferð og flugi. Atli Sigurjónsson fylgir með.Vísir/Vilhelm Davíð Snær í baráttunni við Hall Hansson.Vísir/Vilhelm Beitir Ólafsson hirðir fyrirgjöf.Vísir/Vilhelm Gísli Eyjólfsson á sprettinum.Vísir/Vilhelm Barist í háloftunum.Vísir/Vilhelm Meiri háloftabarátta.Vísir/Vilhelm Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Breiðablik
Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-1 eftir tvískiptan leik þar sem KR hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik en Blikar í þeim síðari. Finnur Tómas (t.v.) fékk gott færi í fyrri hálfleik. Hér horfir hann á Ísak Snæ og Kennie Chopart í baráttunni.Vísir/Vilhelm Breiðablik mættu til leiks með töluvert auðveldari nálgun en oft áður. Þeir einbeittu sér að varnarleiknum og auðvelduðu sóknaruppbyggingu liðsins. Það gekk þó ekki alltof vel því í fyrri hálfleik voru það KR-ingar sem fengu betri og fleiri færi. Atli Sigurjónsson og Kristinn Jónsson fengu tvö fyrstu færi leiksins á sjöundu og elleftu mínútu leiksins. eftir tuttugu mínútna leik fékk Finnur Tómas Pálmason eitt besta færi leiksins. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu og eftir smá dans í teignum datt boltinn fyrir Finn Tómas sem stóð á markteigslínu en hitti ekki á markið. Kristinn Steindórsson fékk besta færi Blika í fyrri hálfleik á 25. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssyni en Kristni tókst ekki að hitta á rammann. Kristinn trúir ekki eigin augum.Vísir/Vilhelm Sjö mínútum síðar fengu KR-ingar þrjú dauðafæri á einu bretti. Theodór Elmar sendi Sigurð Bjart Hallson inn fyrir vörn Blika og Sigurður einn gegn Antoni Ara, markmanni Blika. Anton Ari varði vel frá Sigurði en boltinn datt til Atla Sigurjónssonar sem reyndi skot sem fór í varnarmann. Svo datt boltinn til Stefáns Ljubicic inni í markteig Blika en aftur náði Anton Ari að verja. Pálmi Rafn, fyrirliði KR, átti svo rétt undir lok fyrri hálfleiks góðan skalla að marki eftir hornspyrnu Kennie Chopart en aftur varði Anton Ari. Hálfleikstölur 0-0 og KR-ingar líklega mjög súrir að hafa ekki náð inn marki. Anton Ari Einarsson vann fyrir kaupinu sínu í dag.Vísir/Vilhelm Breiðablik kom töluvert sterkara út í síðari hálfleikinn og þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af hálfleiknum voru Blikar komnir yfir. KR-inga töldu að brotið hafi verið á Kennie Chopart á miðjum velli en Davíð Ingvarsson setti boltann strax inn fyrir á Ísak Snæ sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Jason Daði þakkaði fyrir sig og kom boltanum í netið. Frábærlega framkvæmd skyndisókn og Blikar komnir yfir á Meistaravöllum. Það var Breiðablik sem stýrði leiknum að mestu í síðari hálfleik fram að síðustu 10 mínútum leiksins og KR-ingar höfðu fá svör við þeirra leik. Undir lokin þrýsti KR-liðið Blikum neðar á völlinn og reyndu að senda langar sendingar fram á stóru mennina sína en aftur hélt varnarleikur Breiðabliks sem fór að lokum með sigur af hólmi og mikilvæg þrjú stig aftur í Kópavoginn í kvöld. Af hverju vann Breiðablik? Varnarleikur Breiðabliks í bland við frábæra frammistöðu Antons Ara í markinu skóp þennan sigur. Þeir nýttu sitt besta færi og héldu markinu hreinu. Mjög fagmannleg frammistaða og sýnir mögulega nýtt vopn sem Blikarnir geta boðið uppá, að þurfa ekki endilega að skapa sér fleiri færi og vera miklu betri aðilinn til þess að vinna. Hverjir voru bestir? Anton Ari er maður leiksins að mínu mati. Átti nokkrar mjög góðar vörslur í fyrri hálfleik og skarst vel inn í leikinn þegar á þurfti að halda. Öruggur í dag. Pálmi Rafn átti góðan leik inni á miðju KR. Lokaði mörgu og sá til þess að Blikar náðu ekki að gera það sem þeir vilja inni á miðsvæðinu. Hvað mætti betur fara? KR-ingar þurfa að klára færin sín. Kjartan Henrý gæti lagað það í næsta leik þegar hann kemur úr leikbanni. Hvað gerist næst? Bæði liðin eiga risa leiki í næstu umferð. KR-ingar fara á Origo völlinn á Hlíðarenda og mæta Valsmönnum n.k. laugardag kl. 19:15. Breiðablik fær FH í heimsókn til sín í Kópavog sunnudaginn 1.maí kl. 19:15. Ég er ósáttur með markið sem þeir skora Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, fannst sitt lið hafa verið töluvert betri aðilinn í kvöld og var mjög svekktur að hafa ekki fengið neitt stig út úr leiknum. „Já [mjög svekktir], það vara bara eitt lið á vellinum í dag. Við vorum miklu betri, áttum að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik og klára þennan leik þá en þegar þú nýtir ekki færin þín þá endar þetta oft svona. Þeir skoruðu þetta eina mark, svo lágu þeir bara í vörn og beittu skyndisóknum. Við bara náðum ekki að spila nægilega vel út úr því og þeir voru þéttir til baka. Þetta var mikið um langa bolta og við sköpuðum ekkert mikið í seinni,“ sagði Rúnar. KR-ingar voru ósáttir að ekki hafi verið dæmd aukaspyrna í aðdraganda sigurmarks Breiðabliks. „Ég er ósáttur með markið sem þeir skora. Mjög ósáttur við það. Ég held að þetta hafi verið hugsanlegt brot hérna rétt áður sem ég var pirraður yfir en svo sem ekki mitt að dæma hérna svona stutt frá og ég ætla að vona að dómararnir hafi rétt fyrir sér. Það er enginn sem sparkar í boltann heldur er sparkað í löppina á honum finnst mér og mér finnst við eigum að fá dæmt brot þar,“ sagði Rúnar Kristinsson. Við breyttum ekkert voðalega miklu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður í leikslok.Vísir/Vilhelm Höskuldur var ánægður með sigurinn í leikslok og fannst leikurinn hafa verið mjög jafn. „Mér fannst þetta bara vera nokkuð stál í stál. Bæði lið fá færi eftir föst leikatriði, við fáum góða sénsa í skyndisóknum í fyrri hálfleik sérstaklega. Kristinn Steindórs og Ísak Snær á D-boga og mér fannst þetta bara vera þannig.“ „Svo bjargar Anton okkur frábærlega eftir föst leikatriði. Þeir eru öflugir í því annars fyrir utan það fannst mér þeir ekkert komast neitt mikið nálægt markinu okkar og svo loka þeir vel á okkur,“ sagði fyrirliðinn. Blikar komu töluvert sterkari út í síðari hálfleik „Við breyttum ekkert voðalega miklu, bara að setja aðeins fyrr pressu á þá með kantana okkur og ekki gefa miðjunni þeirra svona mikinn tíma. Annars fannst mér þetta bara vera svipaðir hálfleikar,“ sagði Höskuldur. Myndir KR-ingar sköpuðu sér fjölmörg færi í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Oliver Sigurjónsson og Sigurður Bjartur Hallsson berjast um boltann.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn og Grétar Snær.Vísir/Vilhelm Gísli Eyjólfsson brýtur á Kristni Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jason Daði liggur viðskipti sín við KR-inga. Grétar Snær skilur ekkert hvað er í gangi.Vísir/Vilhelm Það var hart barist í kvöld.Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika.Vísir/Vilhelm Höskuldur og Rúnar.Vísir/Vilhelm Kristinn Steindórsson á ferð og flugi.Vísir/Vilhelm Davíð Ingvarsson á ferð og flugi. Atli Sigurjónsson fylgir með.Vísir/Vilhelm Davíð Snær í baráttunni við Hall Hansson.Vísir/Vilhelm Beitir Ólafsson hirðir fyrirgjöf.Vísir/Vilhelm Gísli Eyjólfsson á sprettinum.Vísir/Vilhelm Barist í háloftunum.Vísir/Vilhelm Meiri háloftabarátta.Vísir/Vilhelm Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti