Ekki spennandi að láta Valgeir fara rétt fyrir mót Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 16:01 Valgeir Valgeirsson var í sigti sumra af bestu liðum landsins en spilar að óbreyttu í Lengjudeildinni í sumar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir áhuga sumra af bestu liðum landsins á Valgeiri Valgeirssyni er útlit fyrir að þessi knái U21-landsliðsmaður í fótbolta muni spila áfram með HK í sumar, í Lengjudeildinni. HK-ingar féllu úr efstu deild í fyrra og í vetur hafa borist tilboð í Valgeir, sem skorað hefur 8 mörk í 56 leikjum í efstu deild á Íslandi. HK samþykkti þó ekkert þeirra. Valgeir var að láni hjá B-liði enska félagsins Brentford veturinn 2020-21 en lék 21 leik með HK í Pepsi Max-deildinni í fyrra, þegar HK féll. Samningur Valgeirs við HK gildir til loka þessa árs. Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, segir að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Valgeir á síðustu vikum. Tilboðin sem bárust í vetur, meðal annars frá Víkingi og Breiðabliki samkvæmt Þungavigtinni, hafi einfaldlega ekki verið nógu góð og að hann reikni með að Valgeir spili í Kórnum í sumar: „Já við gerum það. Reiknum bara með að hann verði frábær fyrir HK í sumar. Hann getur vonandi orðið einn af betri leikmönnum Lengjudeildarinnar,“ segir Frosti og á ekki von á að neitt breytist áður en félagaskiptaglugginn lokast á miðnætti 11. maí. Staðan verulega breytt núna „Staðan er náttúrulega verulega breytt núna frá því í vetur, því núna er mótið að hefjast og menn búnir að undirbúa liðið út frá ákveðnum leikmannahópi. Ég get ekki sagt að okkur þyki spennandi að láta hann fara rétt fyrir mót,“ segir Frosti. Aðspurður hvort að Valgeir sjálfur sé sáttur við þessa niðurstöðu segir Frosti að leikmaðurinn verði sjálfur að svara því: „Ég veit ekki annað en að það séu allir sáttir, eða hafi að minnsta kosti skilning á stöðunni. En ég myndi halda að þetta sé leikmaður sem eigi fullt erindi í að spila fótbolta erlendis og vonandi kemur tækifæri til þess fyrir hann.“ Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
HK-ingar féllu úr efstu deild í fyrra og í vetur hafa borist tilboð í Valgeir, sem skorað hefur 8 mörk í 56 leikjum í efstu deild á Íslandi. HK samþykkti þó ekkert þeirra. Valgeir var að láni hjá B-liði enska félagsins Brentford veturinn 2020-21 en lék 21 leik með HK í Pepsi Max-deildinni í fyrra, þegar HK féll. Samningur Valgeirs við HK gildir til loka þessa árs. Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, segir að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Valgeir á síðustu vikum. Tilboðin sem bárust í vetur, meðal annars frá Víkingi og Breiðabliki samkvæmt Þungavigtinni, hafi einfaldlega ekki verið nógu góð og að hann reikni með að Valgeir spili í Kórnum í sumar: „Já við gerum það. Reiknum bara með að hann verði frábær fyrir HK í sumar. Hann getur vonandi orðið einn af betri leikmönnum Lengjudeildarinnar,“ segir Frosti og á ekki von á að neitt breytist áður en félagaskiptaglugginn lokast á miðnætti 11. maí. Staðan verulega breytt núna „Staðan er náttúrulega verulega breytt núna frá því í vetur, því núna er mótið að hefjast og menn búnir að undirbúa liðið út frá ákveðnum leikmannahópi. Ég get ekki sagt að okkur þyki spennandi að láta hann fara rétt fyrir mót,“ segir Frosti. Aðspurður hvort að Valgeir sjálfur sé sáttur við þessa niðurstöðu segir Frosti að leikmaðurinn verði sjálfur að svara því: „Ég veit ekki annað en að það séu allir sáttir, eða hafi að minnsta kosti skilning á stöðunni. En ég myndi halda að þetta sé leikmaður sem eigi fullt erindi í að spila fótbolta erlendis og vonandi kemur tækifæri til þess fyrir hann.“
Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira