„Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:00 Pep Guardiola var hrifinn af leik kvöldsins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð sáttur með 4-3 sigur sinna manna gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að sínir menn hefðu getað unnið stærra, enda náði liðið tveggja marka forskoti í þrígang. „Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02