Tuttugu ár í dag frá því að Alfreð og Óli Stefáns brutu ísinn fyrir þýskan handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 12:30 Ólafur Stefánsson og Stefan Kretzschmar fagna sigri með SC Magdeburg. Getty/ Alexander Hassenstein Fyrir nákvæmlega tuttugu árum síðan þá varð SC Magdeburg fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina í handbolta eftir sigur í tveimur leikjum á móti ungverska liðinu Veszprém. Aðalmennirnir hjá Magdeburg voru íslenskir, þjálfarinn Alfreð Gíslason og stórskyttan Ólafur Stefánsson. Magdeburg tryggði sér titilinn með því að vinna seinna leikinn með fimm mörkum á heimavelli eftir tveggja marka tap í útileiknum. Seinni leikurinn fór fram 27. apríl 2002. Ólafur átti alls þátt í 18 af 30 mörkum Magdeburg í seinni leiknum, skoraði 7 og átti 11 stoðsendingar að auki. Ólafur var alls með 16 mörk og 18 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Veszprém. Timarit.is/DV „Óli er búinn að skila lykilhlutverki fyrir okkur í vörn og sókn og hann var líka í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Það er því ótrúlegt hvað hann er búinn að skila fyrir okkur alla í vetur þrátt fyrir þetta geysilega mikla álag. Óli er því án nokkurs vafa besti handboltamaður heims i ár. Ólafur hefur svo víðtækt hlutverk hjá okkur og þó svo að ég segi að hann og Stefan Lövgren séu bestir í heimi sóknarlega þá er Ólafur að skila í raun tvöföldu hlutverki í sókn og vörn og það er ekki hægt að líkja honum við neinn,“ sagði Alfreð við undirritaðan í viðtali í DV eftir leikinn. Eftir ár skildu leiðir hjá þeim Alfreði og Ólafi. Ólafur fór til BM Ciudad Real og vann Meistaradeildina alls þrisvar sinnum með spænska liðinu. Alfreð Gíslason tók fyrst við Gummersbach og varð síðan þjálfari Kiel frá 2008 til 2019. Undir stjórn Alfreð vann Kiel Meistaradeildina tvisvar og þýska meistaratitilinn sjö sinnum. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Einu sinni var... Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Magdeburg tryggði sér titilinn með því að vinna seinna leikinn með fimm mörkum á heimavelli eftir tveggja marka tap í útileiknum. Seinni leikurinn fór fram 27. apríl 2002. Ólafur átti alls þátt í 18 af 30 mörkum Magdeburg í seinni leiknum, skoraði 7 og átti 11 stoðsendingar að auki. Ólafur var alls með 16 mörk og 18 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Veszprém. Timarit.is/DV „Óli er búinn að skila lykilhlutverki fyrir okkur í vörn og sókn og hann var líka í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Það er því ótrúlegt hvað hann er búinn að skila fyrir okkur alla í vetur þrátt fyrir þetta geysilega mikla álag. Óli er því án nokkurs vafa besti handboltamaður heims i ár. Ólafur hefur svo víðtækt hlutverk hjá okkur og þó svo að ég segi að hann og Stefan Lövgren séu bestir í heimi sóknarlega þá er Ólafur að skila í raun tvöföldu hlutverki í sókn og vörn og það er ekki hægt að líkja honum við neinn,“ sagði Alfreð við undirritaðan í viðtali í DV eftir leikinn. Eftir ár skildu leiðir hjá þeim Alfreði og Ólafi. Ólafur fór til BM Ciudad Real og vann Meistaradeildina alls þrisvar sinnum með spænska liðinu. Alfreð Gíslason tók fyrst við Gummersbach og varð síðan þjálfari Kiel frá 2008 til 2019. Undir stjórn Alfreð vann Kiel Meistaradeildina tvisvar og þýska meistaratitilinn sjö sinnum. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Einu sinni var... Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira