Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2022 21:39 Næturráf djasskatta, pjattrófna og annarra kisulóra mun þó vera bannað. vísir/vilhelm Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa. Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa.
Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28
Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02